Samþykktir og reglur

adminFréttir

Hér á vef Borgarbyggðar er að finna samþykktir og reglur sem í gildi eru í sveitarfélaginu, flokkaðar eftir sviðum. Með því að hafa þær allar á einum stað er vonast til að þær séu sem aðgengilegastar fyrir íbúana. Ef lesendur vefsins sakna einhverra upplýsinga þá væri velþegið að fá orðsendingu um það á netfangið vefumsjon@borgarbyggd.is.

Gæsluvöllurinn í Borgarnesi

adminFréttir

Gæsluvöllurinn við Skallagrímsgötu í Borgarnesi verður lokaður föstudaginn 3. ágúst. Hann opnar aftur eftir verslunarmannahelgi, þriðjudaginn 7. ágúst og verður opinn út þá viku. Leikskólarnir í Borgarnesi opna þriðjudaginn 14. ágúst.

Grunnskóli Borgarfjarðar óskar eftir starfsfólki

adminFréttir

Grunnskóli Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum óskar eftir umsjónarkennara á unglingastigi, með áherslu á íslenskukennslu. Einnig vantar smíðakennara í hlutastarf. Við Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri er óskað eftir þroskaþjálfara eða kennara. Þá er starf í skólaseli og aðstoðarmanns í mötuneyti (80-100%) á Hvanneyri laust til umsóknar. Upplýsingar veitir Guðlaugur Óskarsson skólastjóri í síma 435-1171, 861-5071 eða á netfangið gudlaugur@gbf.is. Upplýsingar um skólann er að finna á www.gbf.is.

Ný bók frá Snorrastofu og útgáfuhátíð

adminFréttir

Á morgun, laugardaginn 28. júlí, mun Snorrastofa vera með útgáfuhátíð þar sem þær bækur sem stofnunin hefur gefið út á umliðnum árum verða kynntar. Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu og Helgi Þorláksson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands munu kynna ritin, sem flest tengjast rannsóknum í Reykholti. Kynningin verður í Bókhlöðu Snorrastofu og hefst kl. 13.00. Dagskráin er í tilefni Reykholtshátíðar, sem haldin er dagana 26.-29. júlí.

Dýrafangarar í Borgarbyggð

adminFréttir

Stórgripir á vegum fara ekki vel með umferð vélknúinna farartækja. Til þess að reyna að koma í veg fyrir slys á mönnum og dýrum hefur Borgarbyggð ráðið þrjá einstaklinga til að “handsama” stórgripi sem sloppið hafa inn á vegsvæði í Borgarbyggð og tilkynnt hefur verið um til lögreglu. Til stendur að banna lausagöngu um allt sveitarfélagið en beðið er umsagnar landbúnaðarnefndar um þá tillögu. Eigendur gripanna verða krafðir um greiðslu

Knattspyrnu- og körfuboltavellir á Bifröst

adminFréttir

Útiaðstaða til boltaíþrótta á Bifröst hefur batnað mikið nú í sumar. Búið er að koma upp körfum á malbikuðum körfuboltavelli, auk þess sem keypt voru lítil fótboltamörk og komið fyrir á litlum gras sparkvelli. Nýr gervigrasvöllur verður svo vígður í haust, en framkvæmdir við hann standa nú yfir. Einnig er unnið að gerð nýs sparkvallar á Hvanneyri. Á myndinni eru unglingar á Bifröst að merkja körfuboltavöllinn.

SPM gefur skortöflu

adminFréttir

Í vikunni var sett upp ný skortafla á Skallagrímsvelli í Borgarnesi. Það var Sparisjóður Mýrasýslu sem gaf þessa rausnarlegu gjöf. Taflan, sem er að gerðinni Mondo, leysir af hólmi gömlu vallartöfluna sem var orðin ónýt vegna sjávarseltu. Nýja taflan er þannig uppsett að auðvelt er að taka hana niður á haustin og ætti hún því að endast lengur en sú gamla, sem þó var orðin 12 ára.

Tvær skipulagsauglýsingar

adminFréttir

Framkvæmdasvið Borgarbyggðar sendir í dag frá sér tvær skipulagsauglýsingar. Annars vegar er um að ræða breytingu á svæðisskipulagi sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017 og hins vegar breytingu á deiliskipulagi í landi Húsafells III. Auglýsingarnar er að finna hér að neðan sem og tillögurnar sjálfar. Í báðum tilfellum rennur frestur til að skila inn athugasemdum út 30. ágúst 2007. Athygli er vakinn á að hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillögurnar,

Áskorun til ríkisstjórnar Íslands

adminFréttir

Á fundi byggðaráðs Borgarbyggðar í morgun var einróma samþykkt bókun sem hvetur ríkisstjórn Íslands til að móta nú þegar byggðastefnu sem styrkir búsetu á landsbyggðinni. Þá lýsir byggðaráðið sig reiðubúið að taka þátt í að stofna Nýsköpunarsjóð Vesturlands sem hafi það að markmiði að efla sprotastarsemi á Vesturlandi. Hér að neðan má lesa bókunina í heild sinni.

Meistaramót Golfklúbbs Borgarness

adminFréttir

Meistaramóti Golfklúbbs Borgarness lauk á Hamarsvelli á laugardaginn. Mótið hófst á miðvikudaginn og stóð því í fjóra daga í einmuna veðurblíðu. Keppt var í fjórum flokkum karla (skipt eftir forgjöf), einum flokki kvenna, öldungaflokki karla, öldungaflokki kvenna og flokki 13 ára og yngri. Þetta var fyrsta mótið sem leikið var á 18 holu Hamarsvelli og þótti það takast með miklum ágætum. Þátttakendur voru rúmlega 50 talsins.