Borgfirðingahátíð – dagskrá

adminFréttir

Senn líður að Borgfirðingahátíð, sem nú er haldin í áttunda skipti. Líkt og í fyrra er það UMSB (Ungmennasamband Borgarfjarðar) sem hefur veg og vanda að undirbúningi hátíðarinnar. Það eru Borgarbyggð og Skorradalshreppur sem standa í sameiningu að hátíðinni, sem stendur yfir dagana 8.-10. júní með upptakti á fimmtudagskvöldinu 7. júní. Dagskrá hátíðarinnar er að finna hér.

Rekstur Reykholts á fyrri tíð

adminFréttir

Þriðjudagskvöldið 5. júní klukkan 20:30 mun Benedikt Eyþórsson sagnfræðingur flytja fyrirlestur í bókhlöðu Snorrastofu sem ber titilinn Guðsorð og gegningar. Af búskaparháttum og annarri umsýslu staðarhaldara í Reykholti á fyrri tíð. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröðinni Fyrirlestrar í héraði, sem styrkt er af Menningarsjóði Borgarbyggðar.  

Lausar stöður hjá Borgarbyggð

adminFréttir

Fræðslusvið Borgarbyggðar hefur auglýst þrjár lausar stöður hjá sveitarfélaginu. Stöðurnar eru skólastjóri Varmalandsskóla, þroskaþjálfa, smíðakennara og almennan kennara við Grunnskóla Borgarfjarðar, deildarstjóri skólaskjólsí Borgarnesi og umsjónamaður á gæsluvelli í Borgarnesi.

Skipulagsauglýsing

adminFréttir

Í samræmi við 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að deiliskipulagsbreytingu frístundabyggðar í landi Valbjarnavalla. Um er að ræða að frístundabyggð er stækkuð frá því sem nú er, jafnframt því sem nýir skipulags-og byggingarskilmálar eru settir fyrir svæðið í heild.  

Útihátíð hjá yngstu bekkjum Grunnskóla Borgarness

adminFréttir

Nemendur úr 1.-3. bekk Grunnskóla Borgarness buðu upp á skemmtidagskrá í Skallagrímsgarði í hádeginu í dag. Hver bekkur var með skemmtiatriði sem fól í sér leik, söng og fróðleik. Fjölmenni var í garðinum í blíðskapar veðri og þótti þetta framtak krakkanna og skólans mjög gott. Meðfylgjandi myndir tók Guðrún Hulda Pálmadóttir. Með því að „klikka“ á myndina er hægt að stækka þær.

Menningarsamstarf Borgarbyggðar og Akraness

adminFréttir

Borgarbyggð og Akraneskaupstaður undirrituðu, síðastliðinn föstudag, viljayfirlýsingu um samstarf í menningarmálum og samkomulag um bóka- og ljósmyndasafn. Meðal þess sem kveðið er á um í viljayfirlýsingunni er að sveitarfélögin tvö ætli sér að koma á almennu samstarfi um menningarmál með því að miðla hugmyndum og upplýsingum um menningarverkefni milli íbúa og menningaraðila á báðum stöðum. Þetta verður m.a. gert með því að greina frá menningarviðburðum t.a.m. í gegnum heimasíður sveitarfélaganna

Borgnesingar Norðurlandameistarar í körfu

adminFréttir

  Unglingalandslið Íslands (yngri en 16 ára) gerði heldur betur góða ferð á Norðurlandamótið í körfubolta sem lauk um helgina í Svíþjóð. Strákarnir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu heimamenn Svía í æsispennandi úrslitaleik með tveimur stigum, 69-67. Tveir Borgnesingar eru í liðinu, þeir Trausti Eiríksson (sonur Júlíönu Jónsdóttur og Eiríks Ólafssonar) og Sigurður Þórarinsson (sonur Álfheiðar Marinósdóttur og Þórarins Sigurðssonar).

Árleg ,,bæjarstjórnarreið”

adminFréttir

Síðastliðið laugardagskvöld bauð Hestamannafélagið Skuggi sveitarstjórnarmönnum og starfsmönnum á skrifstofu Borgarbyggðar í árlega ,,bæjarstjórnarreið”. Löng hefð er fyrir þessari reið en því miður var mæting boðsgesta með lakasta móti að þessu sinni. Félagar úr Skugga fjölmenntu aftur á móti. Riðið var frá Skuggahverfinu upp í skógarlundinn í Einkunnum. Eftir útreiðatúrinn var boðið upp á súpu í Félagsheimilinu og stiginn dans. Samkomunni lauk á miðnætti.  

Skipulagsauglýsing

adminFréttir

Framkvæmdasvið Borgarbyggðar auglýsir deiliskipulagsbreytingar við Kiðárbotnar nr. 3 og 7 og Húsafelli 3. Í samræmi við 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með lýst eftir athugasemdum við breytingu á framangreindu skipulagi. Breytingar felast í því að byggingarreitir á lóðum nr. 3 og nr. 7 eru færðir til og stækkaðir, hámarksstærðir húsa eru færðar í 125m2 og heimilað að hús verði byggð úr steinsteypu,en þó þannig að

Ársreikningur Borgarbyggðar – mikil uppbygging

adminFréttir

Ársreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2006 var samþykktur samhljóða á fundi sveitarstjórnar 16. maí s.l. Í Borgarbyggð hefur verið mikil uppbygging að undanförnu og ber ársreikningurinn keim af þeirri miklu þenslu sem verið hefur í sveitarfélaginu undanfarið. Þar sem þetta er fyrsti ársreikningur sem lagður er fram í nýju sameinuðu sveitarfélagi og því er allur samanburður við fyrri ár erfiður.