Auglýst eftir leikskólakennara

adminFréttir

Leikskólakennara vantar í 100% starf við leikskólann við Skallagrímsgötu í Borgarnesi frá og með 15. maí n.k. Vakin er athygli á því að fáist ekki leikskólakennari til starfa er ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun og/eða reynslu. Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri í síma 437 1050 og 844 6677.

Starfsmaður á framkvæmdasvið

adminFréttir

Byggingasvæði við Brákarsund – RS Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar starf á framkvæmdasviði Borgarbyggðar. Um er að ræða 100% starf til tveggja ára.   Verkefni munu fyrst og fremst lúta að skipulagsmálum auk annarra verkefna er til kunna að falla á framkvæmdasviði.

Rusli þakið gólf

adminFréttir

Nemendur í Laugargerðisskóla tóku ýmis umhverfistengd verkefni fyrir í tilefni af degi umhverfisins sem var í gær. Meðal annars tók 1. og 2. bekkur saman allan ruslpóst sem safnast hafði saman á heimilum nemenda í eina viku. Á meðfylgjandi mynd má sjá nokkra nemendur við afraksturinn.

Tónlistarskólinn fær heimsókn frá Álftanesi

adminFréttir

Tónlistarfólk að loknum tónleikumUm helgina fær Tónlistarskóli Borgarfjarðar góða heimsókn. Um 40 nemendur frá Tónlistarskóla Álftaness koma í Borgarfjörðinn og halda tónleikar í Logalandi í Reykholtsdal laugardaginn 28. apríl. Tónleikarnir hefjast kl. 15:00 og auk gestanna leika nemendur frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar á tónleikunum og síðan verður samspil þar sem nemendur beggja skólanna leika nokkur létt lög.

Dagur umhverfisins er í dag

adminFréttir

Einir á Langavatnsdal Dagur umhverfisins er að þessu sinni tileinkaður loftlagsmálum. Hér á eftir fara 10 heillaráð til að stuðla að minni loftmengun frá almenningi:

Númerslausir bílar burt

adminFréttir

Borgarbyggð hefur gert samning við Vöku ehf, vegna bílahreinsana, aksturs, geymslu, förgunar og uppboða á bílum sem lagt er númerslausum innan marka sveitarfélagsins.

Loftslagsmynd Al Gore í Óðali á morgun

adminFréttir

Dagur umhverfisins er á morgun, 25. apríl. Þetta árið er hann tileinkaður loftslagsmálum og af því tilefni býður umhverfisnefnd Borgarbyggðar í samvinnu við félagsmiðstöðina Óðal íbúum sveitarfélagsins í bíó þar sem sýnd verður myndin ,,An inconvenient truth” eftir Al Gore.

Útboð og fréttir af framkvæmdum

adminFréttir

Búið er að bjóða út gatnagerð í Borgarnesi sem tekur til nýs hverfis í Bjargslandi ásamt framlengingu Hrafnakletts, framlengingu á götu í hestahverfinu, götu að Kárastöðum auk göngustígs frá Bjargslandi að Hamri.

Brúðuleikhús í Landnámssetri í kvöld

adminFréttir

Í kvöld verður franski Turak brúðuleikhúshópurinn með sýningu á sögulofti Landnámsseturs. Sýningin er hluti af frönsku menningarhátíðinni Franskt vor á Íslandi og er fengin hingað í af Safnahúsi Borgarfjarðar og Landnámsetur leggur til aðstöðuna. Hér er sannarlega um óvenjulega listræna uppákomu að ræða sem fólk ætti ekki að láta framhjá sér fara.