Bjargsland II – breyting á deiliskipulagi

adminFréttir

Auglýst er tillaga að deiliskipulagsbreytingu í Bjargslandi 2 svæði 1, Borgarnesi.   Í samræmi við 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með lýst eftir athugasemdum við ofangreinda deiliskipulagsbreytingu sem felst í því að lóðum er fækkað, þær stækkaðar og notkun breytt. Deiliskipulagsbreytingin verður til sýnis í ráðhúsi Borgarbyggðar frá 28.03.2007 til 25.04.2007 en einnig má sjá hana með því að smella hér. Frestur til athugasemda vegna

Staða skipulagsmála

adminFréttir

Á vefnum er að finna upplýsingar um stöðu skipulagsmála og er það skjal uppfært reglulega.   Sjá má nýjustu útgáfuna með því að smella hér.   Ennfremur er að finna pdf skjöl af ýmsum skiplagsuppdráttum hér á síðunni undir starfsemi/skipulagsmál

Verðlækkun í mötuneytum

adminFréttir

Byggðarráð samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að lækka gjaldskrár mötuneyta í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins um 5% frá og með 1. mars sl. Þetta er gert með tilliti til lækkunar virðisaukaskatts á matvæli. Sjá má nýja gjaldskrá fyrir leikskóla sveitarfélagsins með því að smella hér.

„Wake me up“ í Óðali

adminFréttir

27. mars 2007 09:57 Árshátíð Nemendafélags G.B. Árshátíð Nemendafélags Grunnskóla Borgarness er nú komin á fjalirnar á stóra sviðinu í Óðali. Að þessu sinni er það rokksöngleikurinn „Wake me up“ sem Hallgrímur Helgason þýddi og samdi handrit við. Tónlistina útsetti Jón Ólafsson. Hvetjum alla til að koma og eiga góða stund með unglingum í Óðali en aðeins sex sýningar á verkinu eru í boði. Leikstjóri er Arnoddur Magnus Danks Frumsýning

Velheppnuð afmælishátíð

adminFréttir

Síðastliðinn fimmtudag, 22. mars, voru 140 ár liðin frá því að Borgarnes öðlaðist konunglega löggildingu sem verslunarstaður. Í því tilefni buðu Borgarbyggð og verslunarrekendur í Borgarnesi sameiginlega til afmælisfagnaðar í Landnámssetrinu. Margt var til skemmtunar, bæði í tali og tónum. Hátíðarhöldin lukkuðust mjög vel og lagði fjölmenni leið sína í Landnámssetrið þrátt fyrir aftaka veður. Ánægjulegt var hversu mikla og jákvæða athygli afmælið og Borgarnes fengu í fjölmiðlum landsins. Morgunblaðið

Lokun Skúlagötu tímabundið

adminFréttir

  Mánudaginn 26. mars næstkomandi verður Skúlagötu lokað tímabundið vegna vinnu veitufyrirtækja við lagnir og strengi í götunni. Lokunin verður ca. frá kl. 10:00 og fram eftir degi. Vegfarendur eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem lokunin veldur.  

Borgarnes í brennidepli á RÚV á afmælisdaginn

adminFréttir

Eins og flestum ætti að vera orðið kunnugt um þá fagnar Borgarnes 140 ára verslunarafmæli á morgun, 22. mars. Dagurinn er í raun jafnframt afmælisdagur byggðar í Borgarnesi þar sem það var í kjölfar þess að staðurinn fékk löggildingu sem verslunarstaður að fólk settist hér að. Í tilefni af þessum tímamótum verður Borgarnes í sviðsljósinu hjá RÚV í dag.

140 ára verslunarafmæli Borgarness

adminFréttir

Þann 22. mars 2007 eru liðin 140 ár síðan Borgarnes fékk konunglegt leyfi sem verslunarstaður. Óhætt er að segja að löggildingin hafi markað mikil tímamót í sögu Borgarness og þar með sveitanna í kring. Í tilefni af afmælinu, sem er í raun jafnframt afmæli Borgarness, verður blásið til afmælisveislu í Landnámssetrinu við Búðarklett í Borgarnesi fimmtudaginn 22. mars, en á þeim stað hófst verslun árið 1877. Það er Borgarbyggð og

Menningarsjóður Borgarbyggðar

adminFréttir

Úthlutað hefur verið styrkjum úr Menningarsjóði Borgarbyggðar, vegna verkefna árinu 2007. Aldrei hafa borist svo margar umsóknir sem núna, en alls voru þær 45 talsins og ber það vott um mikla grósku í menningarlífi í sveitarfélaginu. Það er Menningarnefnd sem fer með stjórn sjóðins og var henni vandi á höndum að ákveða úthlutanir. Niðurstaðan varð sú að alls 30 verkefni hlutu styrk auk þess sem sérstakur heiðursstyrkur verður veittur listamanni

Stórleikur í kvöld kl. 20.00

adminFréttir

Mikil eftirvænting ríkir fyrir oddaleikinn í kvöld á milli Skallagríms og Grindavíkur í Fjósinu í Borgarnesi. Víst er að þetta verður hörkuleikur tveggja frábærra liða sem leggja nú allt undir til að komast í undanúrslitin í leiknum í kvöld en þá verður leikið til þrautar. Annað liðið fer áfram en hitt fer í sumarfrí. Sjáumst í Fjósinu.   Ferkari umfjöllun má finna á www.skallagrimur.org og www.umfg.is