Fólkvangurinn Einkunnir – deiliskipulag

adminFréttir

Þann 8. janúar síðastliðinn var undirritaður samningur við Landlínur ehf. um gerð deiliskipulags fyrir fólkvanginn í Einkunnum rétt við Borgarnes. Markar það upphaf framkvæmda sem miða munu að því að gera svæðið aðgengilegt og enn fjölbreytilegra sem útivistarsvæði. Fólkvangurinn í Einkunnum er ein af perlum Borgarbyggðar. Hann var stofnaður vorið 2006. Frá Einkunnunum sjálfum, klettunum sem rísa sem kennileiti á annars flatlendum Mýrunum, er ægifagurt útsýni. Talið er að orðið

Fundur um skipulagsmál í kvöld

adminFréttir

Almennur fundur um skipulagsmál í Borgarbyggð verður haldinn í kvöld kl. 20.00 á Hótel Borgarnesi. Á dagskrá er eftirfarandi:   Almenn staða á skipulagsmálum Skipulag við Borgarbraut 55-59 Kynnt verða viðbótargögn, m.a skuggavarp. Athugasemdafrestur við skipulagið er nú til 6.2.2007 Kynning á nýju íbúðarhverfi í Bjargslandi Veitingahús við Hrafnaklett Upphaf byggðar handan Borgarvogs

Samið um áhaldahúsvinnu

adminFréttir

Samið hefur verið við H.S. verktak um áhaldahúsvinnu í Borgarnesi, að undangengnu útboði sem auglýst var á vegum framkvæmdasviðs Borgarbyggðar.   Tilboð voru opnuð þann 16. janúar sl. og bárust frá eftirtöldum:   H.S. Verktak, Borgarbraut 52, 310 Borgarnes. Samtals: 12.439.635 kr. Tilboðið var 78,6 % af kostnaðaráætlun.   Íslenska Gámafélagið ehf, Gufunesvegi, 112 Reykjavík. Samtals: 14.395.482 kr. Tilboðið var 90,9 % af kostnaðaráætlun.   Borgarverk ehf, Sólbakka 17 –

Hljómsveit, söngleikur og tónleikar

adminFréttir

Ýmislegt skemmtilegt er á döfinni hjá Tónlistarskóla Borgarfjarðar á næstunni. Búið er að koma á fót hljómsveit við skólann og eru í henni nemendur sem eru að læra á blásturshljóðfæri og strengjahljóðfæri. Einnig munu nemendur á önnur hljóðfæri spila með auk þess sem fyrrverandi nemendum skólans og þeim einstaklingum í héraði sem lært hafa á hljóðfæri er einnig boðið að vera með. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Ólafur Flosason. Hljóðfæraleikarar hljómsveitarinnar eru

Sorpdagatal

adminFréttir

Frá framkvæmdasviði: Sorpdagatal fyrir losun á almennu sorpi í þéttbýli hefur verið sett hér inn á heimasíðuna undir umhverfismál. Sorpdagatal vegna almenns sorps í dreifbýli er í vinnslu hjá Gámaþjónustu Vesturlands og mun það verða sett inn á netið um leið og það berst. Á Hvanneyri er matarúrgangi safnað sérstaklega og er hann nýttur til jarðgerðar. Hvanneyringar eru hvattir til að nýta sér þá þjónustu og henda ekki matarúrgangi í

Endurbætur á Lyngbrekku

adminFréttir

Á síðustu dögum hafa staðið yfir nokkrar endurbætur á félagsheimilinu Lyngbrekku. Um er að ræða lagfæringar á hita- og rafmagnsmálum í húsinu og var það Glitnir ehf í Borgarnesi sem vann verkið. Meðal þess sem gert hefur verið er að settir voru nýir hitablásarar í salinn, gerðar endurbætur á lýsingu og rafmagnstenglar lagfærðir. Þá hefur rafmagnstenglum verið bætt við á sviðinu og lýsing þar verið aukin.

Leikskólahúsið við Ugluklett risið

adminFréttir

Frá framkvæmdasviði: Framkvæmdir við leikskólann að Uglukletti í Borgarnesi ganga mjög vel. Föstudaginn 19. janúar sl. lauk SG-hús á Selfossi við að reisa leikskólann, en alls hafa 8 menn verið við störf frá fyrirtækinu við reisingu hússins.   Stefnt er að því að fullklára húsið að utan í næstu viku, en samkvæmt verksamningi við SG-hús átti fyrirtækið að vera búið með sinn verkþátt (reising og lokun hússins) þann 1. febrúar

Pétur Már kjörinn íþróttamaður Borgarbyggðar

adminFréttir

Tilkynnt var um val íþróttamanns Borgarbyggðar eftir leik Skallagríms og KR í Borgarnesi í gær. Það var Pétur Már Sigurðsson körfuknattleiksmaður sem fékk titilinn fyrir árið 2006 og var honum fagnað með dynjandi lófataki. Mikil stemning var í salnum enda nýlokið leik Skallagríms og KR í körfubolta, sem lauk með sigri Skallagríms á efsta liði deildarinnar. Í lok fréttarinnar má sjá lista yfir þá sem félög og deildir í Borgarbyggð

Deiliskipulag frístundabyggðar í landi Múlakots

adminFréttir

Frá framkvæmdasviði: Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. er lýst eftir athugasemdum við deiliskipulagstillögu um frístundabyggð í landi Múlakots í Stafholtstungum. Deiliskipulagið verður til sýnis í ráðhúsi Borgarbyggðar frá 26. janúar til 23.febrúar n.k. og frestur til athugasemda rennur út 10. mars. Ennfremur hefur tillagan verið sett á vefinn, hana má finna undir starfsemi/skipulagsmál eða með því að smella hér.

Þjóðlegir krakkar á Klettaborg

adminFréttir

Í leikskólanum Klettaborg var þorrablót á Bóndadaginn. Börnin bjuggu til víkingahjálma, sungu Þorraþræl og borðuðu þorramat í hádeginu. Ekki fannst öllum hákarlinn jafn góður ….