Gleðilega hátíð

adminFréttir

. Sveitarstjórn og starfsfólk Borgarbyggðar óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Árið 2007 sem senn er á enda runnið hefur verið viðburðarríkt í Borgarbyggð og framkvæmdagleði meðal íbúa og verktaka. Það er von okkar að árið 2008 verði jafn líflegt og árið 2007 og uppbygging samfélagsins haldi áfram að þróast í átt til framfara.

Jólastund í Mími ungmennahúsi í Borgarnesi

adminFréttir

Það var kátt á hjalla í ungmennahúsinu síðasta miðvikudag þegar ungar mæður í Borgarbyggð hittust þar og áttu saman jóla-mömmumorgun með ungana sína. Mæðurnar hafa verið að hittast þarna í vetur á miðvikudagsmorgnum og hefur þátttaka verið góð. Haldnir hafa verið fyrirlestrar sem tengjast uppeldinu t.d. um svefn ungabarna og ungbarnanudd.

Besta jólagjöfin!

adminFréttir

Besta jólagjöfin og besta gjöf til barna og unglinga allt árið er samvera og tími með fjölskyldunni. Vímuvarnarnefnd Borgarbyggðar beinir því til foreldra að sýna ábyrgð og spilla ekki gleði barna sinna með áfengisneyslu yfir hátíðirnar. Sjá hér auglýsingu frá Vímuvarnarnefnd Borgarbyggðar.

Fundartími Skipulags- og byggingarnefndar í janúar

adminFréttir

Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar fundar einungis einu sinni í janúar 2008. Janúarfundurinn verður haldinn þriðjudaginn 15. janúar kl. 8:15. Erindi og gögn þurfa að hafa borist byggingarfulltrúa Borgarbyggðar fimmtudaginn 10. janúar ef þau eiga að vera tekin fyrir á fundinum. Fundir hjá Skipulags- og byggingarnefnd eru almennt fyrsta og þriðja þriðjudag í hverjum mánuði.

Íbúða- og iðnaðarlóðir lausar til umsóknar

adminFréttir

Borgarbyggð auglýsir íbúða- og iðnaðarlóðir lausar til umsóknar. Um er að ræða lóðir í Borgarnesi á Hvanneyri og Bæjarsveit. Eftirtaldar lóðir eru nú til úthlutunnar: Á Hvanneyri er um að ræða fjórar einbýlishúsalóðir við Lóuflöt nr. 1-4 og þrjár fjögurra íbúða parhúsalóðir 8-14, 16-22 og 24-30 við Hrafnaflöt. Við Ásbrún í Bæjarsveit eru lausar 4 lóðir. Í Borgarnesi eru lausar 12 einbýlishúsalóðir nr. 2, 4, 6, 8, 10, 12, 13,

Þróunaráætlun Borgarbyggðar fyrir 21. öldina

adminFréttir

Umhverfisnefnd Borgarbyggðar hefur verið að vinna að endurskoðun staðardagskrár 21 fyrir sveitarfélagið. Fyrir sameiningu sveitarfélaganna fjögurra vorið 2006 var til staðardagskráráætlun fyrir gömlu Borgarbyggð og Borgarfjarðarsveit en ekki fyrir Hvítársíðu og Kolbeinsstaðarhrepp.