Mikil spenna fyrir leiknum í Keflavík í kvöld

adminFréttir

Fjölmargir eru nú að undirbúa för sýna til Keflavíkur á þriðja leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í körfuknattleik. Sparisjóður Mýrasýslu kom færandi hendi í gær og bauð fríar sætaferðir á leikinn. Farið verður frá íþróttamiðstöðinni kl. 17.30 á eftir. Heyrst hefur að margir borgfirðingar sem búa á höfuðborgarsvæðinu ætli að þyrpast á leikinn þannig að þetta verður eitt stærðar ættarmót. Leikurinn verður sýndur á SÝN fyrir þá sem

Vina- og forvarnarvika

adminFréttir

Þessa vikuna stendur yfir átaksvika sem nefnist Vina- og forvarnarvika í Borgarnesi og er að þessu sinni aðaláherslum beint að ungmennum á framhaldsskólaaldri og þeim unglingum í 10. bekk sem eru að fara í framhaldsskóla næsta haust. Fjölmenni á fyrirlestri   Verkefnið er nokkuð viðamikið og er samstarf þeirra sem sinna forvörnum í Borgarbyggð og á Akranesi og eru ungmennahús staðanna og nemendafélag fjölbrautarskólans í aðalhlutverki varðandi framkvæmd. Auk þess

Ávaxtakarfan í Óðali í kvöld

adminFréttir

Árshátíð NFGB verður frumsýnd í kvöld fimmudag og er það söngleikurinn Ávaxtakarfan sem sett var upp þetta árið. Við viljum hvetja alla fjölskylduna að fara saman í leikhús og eiga saman góða stund þar sem unglingarnir okkar fara á kostum í líflegri sýningu. Mikið er um dagsýningar til að þau yngri komist í leikhús.. Sýningar: Frumsýning : Fim.23. mars kl. 20.00 Aðrar sýningar í Óðali verða sem hér segir: Fös.

Rekstur Borgarbyggðar gekk vel á árinu 2005

adminFréttir

Ársreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2005 var lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Borgarbyggðar fimmtudaginn 9. mars s.l. Síðari umræða um reikninginn fer fram í bæjarstjórn fimmtudaginn 6. apríl n.k. Í samræmi við reikningsskil sveitarfélaga er starfseminni skipt upp í tvo hluta, annars vegar A-hluta og hins vegar B-hluta. Til A-hluta telst sú starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum og til B-hluta teljast rekstrareiningar s.s.

Auglýsing um verkefnastyrki til menningarstarfs á Vesturlandi 2006

adminFréttir

Menningarráð Vesturlands auglýsir eftir umsóknum um styrki á grunni samnings sveitarfélaga á Vesturlandi, Menntamálaráðuneytisins og Samgönguráðuneytis frá 28. október 2005, um menningarmál.   Veita á styrki til menningarstarfs á Vesturlandi. Ein úthlutun verður árið 2006, í apríl. Einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Vesturlandi geta sótt um styrk til margvíslegra menningarverkefna, en skilyrði er að umsækjendur sýni fram á mótframlag.   Smellið hér til að sjá auglýsinguna í heild.

Íbúafundur um skipulagsmál í Borgarnesi

adminFréttir

Mánudagskvöldið 6 mars. n.k. kl. 20.00 verður haldinn íbúafundur á Hótel Borgarnesi þar sem kynntar verða hugmyndir að deiliskipulagi fyrir miðsvæði Borgarness. Á fundinum mun Richard Briem arkitekt kynna hugmyndir að deiliskipulagi sem arkitektastofan VA-arkitektar hefur unnið varðandi áðurnefnt svæði. Svæðið nær yfir Digranesgötu, Brúartorg, hluta Kjartansgötu, hluta Kveldúlfsgötu og frá Borgarbraut 50 að Borgarbraut 72.   Allir velkomnir