Laus störf við leikskólann Hraunborg á Bifröst

adminFréttir

Leikskólakennarar Leikskólakennara vantar í 2 stöður, önnur er laus frá 1. mars og hin frá 15. maí. Einnig eru lausar 2 stöður vegna afleysinga, frá 20. mars til 1. september og frá 15. maí til 1. september.   Fáist ekki leikskólakennarar kemur til greina að ráða starfsmenn með háskólapróf eða aðra uppeldismenntun og/eða reynslu.   Ræsting Starfsmann vantar í ræstingu við leikskólann frá og með 1. júní 2006. Til greina

Hafþór Ingi Gunnarsson Íþróttamaður Borgarbyggðar

adminFréttir

Hafþór Ingi Gunnarsson fyrirliði úrvalsdeildarliðs Skallagríms í körfuknattleik var í gær útnefndur af tómstundanefnd Íþróttamaður Borgarbyggðar árið 2005.   Aðrir þeir sem tilnefndir voru frá deildum og félögum voru: Frjálsar íþróttir: Bergþór Jóhannesson, Umf, Stafholtstungna Hestaíþróttir: Þórdís Fjeldsted Þorsteinsdóttir, Faxa Rasmus Christansen, Skugga og valdi tómstundanefnd Rasmus Christansen sem hestaíþróttamann ársins. Knattspyrna: Ingólfur H. Valgeirsson Umf. Skallagrím Golf: Trausti Eiríksson, Golfklúbbi Borgarness Badminton: Trausti Eiríksson Umf. Skallagrím Sund: Siguður Þórarinsson

Menningarsjóður Borgarbyggðar

adminFréttir

ÚTHLUTUN STYRKJA ÚR MENNINGARSJÓÐI BORGARBYGGÐAR ÁRIÐ 2006 Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja menningarmál í Borgarbyggð. Æskilegt er að með umsókninni fylgi bókhaldsuppgjör síðasta árs eða starfsárs, ef það á við, og áætlun um nýtingu styrksins ásamt greinar­gerð. Að loknu starfsári afhendist sjóðsstjórn greinargerð um nýtingu styrksins. Umsóknir berist forstöðumanni fræðslu- og menningarsviðs, Borgarbraut 11, 310 Borgarnesi, í

Íþróttamaður Borgarbyggðar

adminFréttir

Á sunnudaginn kemur að loknum leik Skallagríms og Hauka í úrvalsdeild karla í körfuknattleik verða veittar viðurkenningar fyrir íþróttastarf. Félög og deildir hafa nú tilnefnd besta íþróttamann sinn til tilnefningar á Íþróttamanni Borgarbyggðar árið 2005. Einnig verður veitt viðurkenning úr Minningarsjóð Auðuns H. Kristmarssonar og Umf. Skallagrímur veitir viðurkenningar við sama tækifæri. Áætlað er að athöfn þessi hefjist um kl. 20.30 og eru allir hjartanlega velkomnir. ij.

Frá Grunnskólanum í Borgarnesi

adminFréttir

Lausar kennarastöður Grunnskólinn í Borgarnesi auglýsir lausar til umsóknar kennarastöður við skólann frá upphafi næsta skólaárs. Leitað er að vel menntuðum kennurum sem vilja taka þátt í þróun skólastarfs með öðrum starfsmönnum skólans. Lögð er áhersla á fjölbreytta og sveigjanlega kennsluhætti, teymisvinnu kennara og vellíðan nemenda.   Meðal kennslugreina er stuðnings- og sérkennsla, almenn bekkjarkennsla, heimilisfræði, tónmennt og erlend tungumál. Í skólanum eru um 330 nemendur og mun þeim fjölga

Opinn fundur um deiliskipulag að Borgarbraut 59

adminFréttir

  Miðvikudaginn 25. janúar kl. 18.00 verður haldinn opinn fundur um deiliskipulag lóðarinnar nr. 59 við Borgarbraut í Borgarnesi. Fundurinn fer fram í Hyrnunni við Brúartorg. Borgarland ehf. hefur látið teikna 6 hæð fjölbýlishús á lóðina og er deiliskipulagstillagan nú í auglýsingu. Á fundinn mætir Helgi Hallgrímsson arkitekt og kynnir teikningar af húsinu.   Allir velkomnir.   Borgarbyggð

Lausar stöður við leikskólann Hraunborg á Bifröst

adminFréttir

Við leikskólann Hraunborg á Bifröst eru lausar stöður leikskólakennara og störf við ræstingu. Um er að ræða eina 100% stöðu leikskólakennara frá 1. mars til frambúðar og eina 100% stöðu í afleysingum frá 20. mars til 10. júlí. Fáist ekki leikskólakennarar kemur til greina að ráða starfsmenn með háskólapróf eða aðra uppeldismenntun og/eða reynslu. Á Hraunborg er einnig laus staða við ræstingu frá og með 1. júní 2006. Til greina

Nýr Framhaldsskóli í Borgarnesi!

adminFréttir

Menntamálaráðherra kynnti í s.l. viku þá ákvörðun sína að skipa sérstakan stýrihóp til undirbúnings að stofnun framhaldsskóla í Borgarnesi á grundvelli þeirra hugmynda sem undirbúningshópur á vegum sveitarfélaga og háskóla í Borgarfirði hefur markað.

Þreksalur opnar á Varmalandi

adminFréttir

Í íþróttahúsinu á Varmalandi opnar í dag mánudag þreksalur með 2 hlaupabrettum, fjölþættri þrekstöð og handlóðum.   Opið sem hér segir: Þreksalurinn opnar fyrir almenning 16. janúar 2006 kl. 16:30   Þreksalurinn verður svo opin frá kl. 12:30 til 14:30 mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Leiðbeinandi verður svo seinni part dags í þreksalnum frá kl. 16:30 til 19:30 mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga og hvetjum við byrjendur til að mæta þá og

Þrettándabrenna 10. jan. kl. 20.00 á Seleyri

adminFréttir

Nú gerum við aðra tilraun með að halda Þrettándabrennu en ekki tókst að kveikja í henni né halda flugeldasýningu vegna veðurs s.l. föstudagskvöld. Kveikt verður í brennunni þriðjudagskvöldið 10. jan. kl. 20.00 og vonum við að veðrið verði bærilegt.   Það er Borgarbyggð í samvinnu við Björgunarsveitina Brák, Sparisjóð Mýrasýslu, Olís og Njarðtak sem standa fyrir brennu og flugeldasýningu á Seleyrinni fyrir íbúa sveitarfélagsins og gesti okkar. Fjölmennum og fögnum