Kveikt á jólatré Borgarbyggðar á sunnudaginn

adminFréttir

                                      Sunnudaginn 27. nóv. kl. 17.00 verður kveikt á jólatré Borgarbyggðar við hátíðlega athöfn á Kveldúlfsvelli.   Dagskrá: Blásarasveit Tónlistarskóla Akraness leikur jólalög Ávarp Helgu Halldórsdóttur forseta bæjarstjórnar Börn úr Tónlistarskóla Borgarfjarðar skemmta Jólasveinarnir koma í heimsókn   Fjölmennið og munið að klæða ykkur vel í kuldanum. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.

Meistaraflokkur kvenna vann Fjölni !

adminFréttir

Hörku skemmtilegur leikur var í 2. deild kvenna á sunnudaginn. Áhorfendur fjölmenntu og hvöttu stelpurnar okkar til dáða og var barátta og sigurvilji þeirra til fyrirmyndar og færði þeim verðskuldaðan sigur að lokum í þessum líka fína leik. Eftir að hafa lent undir um ein 10 stig í fyrri hálfleik lagaðist vörnin í þeim seinni og með öflugri svæðisvörn náðu þær að snúa leiknum alveg við. Komust þær á kafla

Forvarnar- og æskulýðsballið í Borgarnesi tókst frábærlega

adminFréttir

                              Á föstudaginn var mættu unglingar úr 14 skólum af vestur og miðvesturlandi á árlegt æskulýðsball í Borgarnesi.   Það eru Félagsmiðstöðin Óðal og Nemendafélag Grunnskóla Borgarness sem hafa veg og vanda af undirbúningi þessarar hátíðar. Unglingarnir sjálfir ákveða áróðursþema sem að þessu sinni var áróður gegn reykingum. Áhersla var lögð á að benda á hættu

Íbúaþing laugardaginn 19. nóvember 2005

adminFréttir

  Í einni sæng   Tilhugalíf fjögurra sveitarfélaga Íbúar í Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppi og Kolbeinsstaðahreppi eru boðaðir til þings í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri laugardaginn 19. nóvember nk. Íbúaþingið hefst kl. 10.30 og stendur til kl. 15.30. Á íbúaþinginu flytur fulltrúi frá Fljótsdalshéraði erindi, en þar hefur nýlega farið fram sameining af svipuðum toga. Greint verður frá reynslu þeirra af sameiningu, hvernig best er að málum staðið og hvað ber

Sigga Dóra nýr starfsmaður í ungmennahúsinu

adminFréttir

Nýr starfsmaður hún Sigga Dóra hefur tekið við af Guðmundi Skúla í Mími ungmennahúsi og hvetjum við öll ungmenni á aldrinum 16 – 25 ára að koma í Mími til að tala við Siggu um starfsemina í ungmennahúsinu og koma endilega með hugmyndir sem hægt er að nýta í innra starfið þar. Ný stjórn hefur tekið við og leiðir Hafþór Gunnarsson húsráðið í vetur. Margir hafa komið í heimsókn í

Breyttur leikdagur

adminFréttir

                          Við viljum vekja athygli á því að heimaleikur í 8 liða úrslitum Hópbílabikarkeppninnar verður á föstudagskvöld í íþróttamiðstöðinni og hefst á fjölskylduvænum tíma eða kl. 19.15 Liðið okkar í vetur hefur vakið athygli fyrir baráttu, hraðan og skemmtilegan bolta enda liðið ungt og efnilegt að árum. Þriggja stiga skyttan Pétur Már er t.d. elsti maðurinn í liðinu

Nýr leikskóli í Borgarnesi

adminFréttir

Borgarbyggð auglýsir eftir leikskólastjóra og leikskólakennurum á nýjan leikskóla í Borgarnesi   Borgarbyggð hyggst opna nýjan tveggja til þriggja deilda leikskóla í Borgarnesi á næsta ári. Fyrst um sinn verður starfrækt ein deild, fyrir 2ja til 3ja ára börn, í bráðabirgðahúsnæði á meðan nýtt húsnæði leikskólans er í hönnun og byggingu. Deildin verður opnuð í janúar 2006 og áformað er að nýtt húsnæði verði tekið í notkun um ári síðar.