Íþróttamiðstöðin lokuð vegna jarðarfarar

adminFréttir

Athugið að Íþróttamiðstöðin Borgarnesi verður lokuð laugardaginn 22. okt. til kl. 13.30 vegna jarðarfarar Eydísar Guðmundsdóttur starfsmanns ÍÞMB til margra ára. Íþrótta- og æskulýðfulltrúi

Forvarnarfræðsla gekk vel

adminFréttir

Forvarnarfræðsla fór fram í Félagsmiðstöðinni Óðali s.l. fimmtudag og fengu unglingarnir fræðslu um skaðsemi tóbaks, áfengis og fíkniefna í mögnuðum fyrirlestri Magnúsar Stefánssonar hjá Maríta samtökunum. Það var að frumkvæði Vímuvarnarnefndar Borgarbyggðar í samvinnu við Grunnskóla Borgarness að fræðsludagur þessi var haldinn. Um kvöldið fjölmenntu svo foreldrar á fund þar sem farið var yfir mikilvægi þess að foreldrar séu virkir þátttakendur í forvarnarstarfinu, bæði varðandi aðhald og eftirlit á börnum

Vel heppnaður fundur um skipulagsmál

adminFréttir

Margar skemmtilegar hugmyndir um skipulag Borgarness litu dagsins ljós á fundi um skipulagsmál sem fram fór á Hótel Hamri laugardagsmorguninn 8. október s.l. Góð þátttaka var á fundinum, en um 60 manns tóku þátt. Í upphafi fundar flutti Richard Briem arkitekt hugleiðingu um skipulagsmál í Borgarnesi. Að loknu erindi Richards tóku vinnuhópar til starfa, en alls störfuðu fjórir hópar á fundinum og voru eftirfarandi mál tekin fyrir: Framtíð Brákareyjar Ný

HÆTTU ÁÐUR EN ÞÚ BYRJAR

adminFréttir

Vímuvarnafræðsla fyrir foreldra í Borgarbyggð Í Óðali fimmtudaginn 13. október kl. 20:00   Fundað verður með foreldrum og forráðamönnum nemenda 8. – 10. bekkja og starfsfólki skólans – Mætum öll ! Unglingarnir fá líka fræðslu: Fyrr um daginn er fræðsla fyrir unglinga um skaðsemi tóbaks, áfengis og fíkniefna.   Vímuvarnarnefnd Borgarbyggðar  

Umhverfisverðlaun í Borgarbyggð

adminFréttir

Á Sauðamessu voru veitt umhverfisverðlaun sem er samstarfsverkefni Borgarbyggðar og Lionsklúbbsins Öglu. Veittar voru viðurkenningar fyrir fallegt sveitabýli, fallegan garð í Borgarnesi og fallega götu í Borgarnesi. Það voru félagar í Lionsklúbbnum sem höfðu veg og vanda af því að velja þá sem viðurkenningarnar hlutu, sem var verulega vandasamt verk þar sem mörg býli og margir garðar voru vel að því komnir að hljóta viðurkenningar.   Viðurkenningu fyrir fallegt sveitabýli

Fjölmenni á Sauðamessu

adminFréttir

Talið er að um 5.000 manns hafi tekið þátt í Sauðamessu sem fram fór í Borgarnesi s.l. laugardag og tókst “messan” í alla staði ákaflega vel.   Margt var til skemmtunar og var ekki annað að sjá en að gestir skemmtu sér hið besta. Aðstandur Sauðamessu eiga þakkir skildar fyrir frábæra skemmtun!  

Leikskólakennara vantar á Bifröst

adminFréttir

Við leikskólann Hraunborg á Bifröst eru lausar stöður leikskólakennara. Um er að ræða 100% störf en ráðning í hlutastörf gæti einnig komið til greina. Fáist ekki leikskólakennarar kemur til greina að ráða starfsmenn með háskólapróf eða aðra uppeldismenntun og/eða reynslu. Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til að sækja um störfin. Nánari upplýsingar veitir: Guðmunda Ólöf Jónasdóttir, leikskólastjóri, í síma 435-0077 eða í tölvupósti; hraunborg@borgarbyggd.is

Fundur um skipulagsmál í Borgarnesi

adminFréttir

Hvert stefnir, hvert skal halda?   Laugardaginn 8. október n.k. kl. 9,30 verður haldinn íbúafundur á Hótel Hamri um skipulagsmál í Borgarnesi.   Í upphafi fundar verður stutt kynning um skipulagsmál í Borgarnesi og síðan gefst fundarmönnum tækifæri til að setjast í vinnuhópa sem munu skila hugmyndum um framtíðarskipulag bæjarins.   Á fundinum verður lögð áhersla á fjóra meginþætti: Framtíð Brákareyjar Skipulag miðsvæðis bæjarins Ný byggingasvæði Vegtengingar við Borgarnes