Kjartansgötuhátíð

adminFréttir

Síðasta föstudagskvöld stóðu íbúar Kjartansgötu í Borgarnesi fyrir hátíð á Kjartansvelli þar sem íbúar götunnar og gestir þeirra komu saman og gerðu sér glaðan dag. Farið var í leiki með börnunum, grillað saman og sungin brekkusöngur. Keppt var í minigolfi, boccia og kubbaleik. Hátíðin þótti takast sérlega vel og eru svona götuhátíðir góð leið fyrir íbúa að kynnast og mikilvægur liður í að auka samheldni bæjarbúa almennt. ij  

Skemmtilegu Norðurlandamóti lokið

adminFréttir

Opna Norðurlandamóti U17 landsliða karla lauk á sunnudag með leikjum um sæti. Írar hömpuðu sigri í mótinu eftir sigur á Englendingum í úrslitaleik, en Danir, sem höfnuðu í 3. sæti, eru Norðurlandameistarar 2005. Það voru Finnar og Færeyingar sem léku á Skallagrímsvelli og tókst framkvæmd leiksins vel í blíðunni í Borgarnesi. Leikmenn sýndu frábæra takta á knattspyrnusviðinu og hefðu gjarnan fleiri mátt koma á völlinn og læra af. Á heimasíðu

Landsleikur á Skallagrímsvelli

adminFréttir

Næstkomandi föstudag 5. ágúst kl. 14.3o fer fram leikur í B riðli U-17 Norðurlandamóts landsliða á Skallagrímsvelli en mótið sem nú fer fram á nokkrum stöðum á landinu. Eru það Finnland og Færeyjar sem kjósa að koma í Borgarnes til að leika sinn leik og tökum við þeim fagnandi, því víst er að þarna verður um skemmtilega viðureign að ræða og góður bolti leikinn. Þrátt fyrir erfiðann leiktíma hvetjum við