Sameiningarkosningar

adminFréttir

Úrslit sameiningarkosninganna sem fram fóru 23. apríl s.l. í 5 sveitarfélögum norðan Skarðsheiðar voru þau að íbúar allra sveitarfélaganna nema Skorradalshrepps samþykktu tillögu sameiningarnefndar um sameiningu Borgarbyggðar, Borgarfjarðarsveitar, Hvítársíðuhrepps, Kolbeinsstaðahrepps og Skorradalshrepps.   Niðurstöður í hverju sveitarfélagi fyrir sig voru þessar:

Úrslit sameiningakosninga í Borgarbyggð

adminFréttir

Úrslit sameiningarkosninga í Borgarbyggð voru þessi:   Atkvæði greiddu 770 eða 42% þeirra sem voru á kjörskrá. Já sögðu 663 Nei sögðu 94 Auðir seðlar voru 13.   Af þeim fimm sveitarfélögum sem tóku þátt í sameiningarkosningunum var sameining samþykkt í fjórum þeirra en felld í Skorradalshreppi.

Kosning um sameiningu sveitarfélaga

adminFréttir

Laugardaginn 23. apríl verður kosið um sameiningu Borgarbyggðar, Borgarfjarðarsveitar, Hvítársíðuhrepps, Kolbeinsstaðahrepps og Skorradalshrepps.   Í samræmi við bæjarmálasamþykkt verða kjörfundir á eftirtöldum stöðum í Borgarbyggð:   Í Lyngbrekku frá kl. 11,oo – 20,oo fyrir svæðið vestan Langár. Í Þinghamri frá kl. 11,oo – 20,oo fyrir svæðið ofan Gljúfurár. Í Grunnskólanum í Borgarnesi frá kl. 09,oo – 22,oo fyrir svæðið milli Langár og Gljúfurár.   Kjósendur eru hvattir til að athuga

Heimsókn frá sveitarfélaginu Tolga í Noregi

adminFréttir

Þriðjudaginn 12. apríl kom 14 manna hópur starfsmanna frá sveitarfélaginu Tolga í Noregi í heimsókn í Borgarfjörð. Í Borgarnesi var fundað og farið yfir rekstur og uppbyggingu á starfsemi sveitarfélaga á Íslandi og í Noregi. Eftir gagnlegar umræður var farið í sund og létu gestir okkar ferðaþreytuna líða úr sér í heitu pottunum. Síðan heimsótti hópurinn Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og Snorrastofu í Reykholti.