Fyrirlestur um uppeldi fyrir foreldra !

adminFréttir

Úlfatíminn nefnist fyrirlestur um uppeldismál sem verður í Óðali í kvöld miðvikudagskvöldið 30. mars kl. 20.00 Fyrirlesari verður Gylfi Jón Gylfason yfirsálfræðingur hjá skólaskrifstofu Reykjanesbæjar. Sérstök áhersla verður lögð á erfiðleikana í uppeldi barna og unglinga með athyglisbrest og ofvirkni í þessum fyrirlestri en Gylfi hefur haldið fjölda erinda og fyrirlestra um uppeldi. Mætum í Óðal   Fjölskyldusvið Borgarbyggðar Rauðikross Íslands Borgarfjarðardeild

Passíusálmar á föstudaginn langa í Borgarneskirkju kl 14.00

adminFréttir

Fermingarbörn frá árinu 2000 lesa úr verkum Hallgríms Péturssonar. Lesarar eru: Árni Gunnarsson, Guðmundur Björn Þorbjörnsson, Heiðar Lind Hansson , Jóhanna Sveina Hálfdánadóttir og Inga Tinna Sigurðardóttir. Steinunn Árnadóttir leikur á orgel kirkjunnar, milli lestra.   Umsjón og kynningu hefur Björk Jóhannsdóttir.   Alls verða lesnir 15 sálmar. Athöfnin varir í liðlega klukkustund.   Verið velkomin í kyrrð og íhugun Sóknarprestur  

Sundlaugin Varmalandi opin um páskahelgina

adminFréttir

Sundlaugin Varmalandi verður opin um páskana sem hér segir: 24. mars (Skírdagur) kl. 13-18 25. mars (Föstudagurinn langi) kl. 13-18 26. mars (Laugardagur) kl. 13-18 27. mars (Páskadagur)kl. 13-18 Heitur pottur Rennibraut Ljósabekkur Gufubað Verið velkomin ! Starfsfólk

Sundlaugin opin um páska !

adminFréttir

Sundlaugin í Borgarnesi er alltaf vinsæl um páskahelgina. Opið verður sem hér segir: Skírdag fimmtudaginn 24. mars frá kl. 09.00 – 18.00 Föstudaginn langa 25. mars frá kl. 09.00 – 18.00. Laugardaginn 26. mars frá kl. 09.00 – 18.00. Páskadag sunnudaginn 27. mars frá kl. 09.00 – 18.00 Annan í páskum mánudaginn 28. mars frá kl. 09.00 – 18.00   Verið velkomin í sund ! Gleðilega páska. Íþróttamiðstöðin Borgarnesi.

Æsispennandi oddaleikur við Fjölni í kvöld

adminFréttir

Ljóst er að Borgfirðingar munu fjölmenna á oddaleik Fjölnis og Skallagríms í átta liða úrslitum í kvöld í Grafarvogi. Leikurinn verður örugglega æsispennandi og ætla Grafarvogsbúar að fjölmenna en Prentsmiðjan Oddi gefur Fjölnismönnum 200 miða á leikinn þannig að við megum hafa okkur öll við ef á að heyrast eitthvað í stúkuhluta Skallagrímsmanna í kvöld. Áfram strákar og gerið ykkar allra besta. ij

Aukasýning í kvöld á Bugsy Malone í Óðali

adminFréttir

Vegna fjölda áskorana verður aukasýning á árshátíðarverki Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi „Bugsy Malone“ í kvöld þriðjudagskvöld 15. mars kl. 20.oo Þetta er áttunda sýning á þessari hressilegu sýningu í Óðali. Fjölmennum og styrkjum unglingana í starfi sínu. Um 50 unglingr taka þátt í uppfærslunni og er starf þeirra metið inn í val grunnskólans enda mikið nám þarna í gangi síðustu sjö vikur með leikstjóranum Stefáni Sturlu Sigurjónssyni. ij.

Lionklúbburinn Agla gaf hjartastuðtæki

adminFréttir

Í hálfleik í leik Skallagríms og Fjölnis komu fulltrúar Lionsklúbbsins Öglu færandi hendi þegar þær afhentu Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi hjartastuðtæki. Tækið er til nota í neyðartilfellum sem hugsanlega geta komið upp á jafn fjölmennum samkomustað og íþróttamiðstöðin er en á síðasta ári komu um 150 þúsund manns í húsið. Indriði Jósafatsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi tók við tækinu og þakkaði kærlega fyrir veittan stuðning og sagðist jafnframt vona að aldrei þyrfti

Körfuknattleiksdeild styrkir Bostonferð Torfa Lárusar

adminFréttir

Á hinum magnaða heimaleik á móti Fjölni í átta liða úrslitum hér síðastliðinn sunnudag tilkynnti stjórn deilarinnar að kaffisjóður kvöldsins rynni óskertur til Torfa Lárusar Karlssonar sem senn fer í erfiða læknisferð til Boston. Vegna þess hve keppnisbúningar Skallagríms og Boston Celtics eru áþekkir gaf Sparisjóðurinn Torfa keppnisbúning Skallagríms til að sýna þeim þarna í Boston okkar græna og gula búning þannig að Torfi verður glæsilegur og verðugur fulltrúi Skallagríms

Árshátíðin tókst vel

adminFréttir

Leikurum og tækniliði var mikið klappað lof í lófa að lokinni frumsýningu í gær á Bugsy Malone. Fín sýning og fullt af nýjum leikurum sem koma á óvart með vasklegri framgöngu. Leikur, söngur og fullt af gríni…. Velkomin í Óðal.  

Árshátíð NFGB, frumsýning í kvöld

adminFréttir

Hver stórviðburðurinn rekur annan í félagslífinu. Samféshátíðin ekki fyrr búin en Árshátíð nemendafélagsins er komin á fjalirnar í Óðali. Að þessu sinni er það Bugsy Malone sem unglingarnir taka fyrir og má ætla að   sýningin verði lífleg en um 40 unglingar taka þátt í uppsetningunni undir leikstjórn Stefáns Sturlu Sigurjónssonar. Þeir sem taka þátt í uppsetningunni fá starf sitt metið inn í valkerfi skólans enda mikið nám sem fram