Fundur um atvinnumál

adminFréttir

Sveitarfélögin í Borgarfirði norðan Skarðsheiðar ásamt Verkalýðsfélagi Borgarness boða forsvarsmenn fyrirtækja og stofnana til fundar um atvinnumál á Hótel Borgarnesi mánudagskvöldið 28. febrúar kl. 20.30 Dagskrá fundarins 1. Útgáfa kynningarblaðs um atvinnulíf í Borgarfirði 2. Atvinnuvegasýning 3. Kynning á stöðu klasaverkefnisins í Borgarfirði 4. Samtök atvinnulífsins 5. Efling atvinnulífs í Borgarfirði 6. Önnur mál Við hvetjum alla forsvarsmenn fyrirtækja og stofnana til að mæta á fundinn. Borgarbyggð Borgarfjarðarsveit Hvítársíðuhreppur Skorradalshreppur

Nýr opnunartími Klettaborgar

adminFréttir

  Nýverið samþykkti fræðslunefnd Borgarbyggðar að Leikskólinn Klettaborg opni k. 06.45 ef þrír eða fleiri foreldrar óska þess. Þetta fyrirkomulag verður reynt í kjölfar óska um opnun fyrr að morgni. Það verður endurskoðað eftir sumarlokun 2005, í ljósi reynslunnar.

Söngvakeppni Samfés á Vesturlandi

adminFréttir

260 manns mættu á Hótel Borgarnesi í gærkvöldi til þess að hlusta á tíu atriði frá fimm félagsmiðstöðvum á Vesturlandi allt til Hólmavíkur keppa um þrjú laus sæti á Söngvakeppni Samfés. Hrósa verður unglingum í Óðali sem héldu keppnina að þessu sinni á Hótel Borgarnesi fyrir skipulag og umgjörð en fjölmargir lögðu mikla vinnu í að hljóð og ljósagangur tækjust vel eins og raun varð á. Keppendahóparnir tíu stóðu sig

Kötturinn sleginn úr tunnunni

adminFréttir

                                        Það var heldur betur fjör í Óðali á Öskudagsgleði síðasta miðvikudag þegar börn fjölmenntu í félagsmiðstöðina sína og slógu köttinn úr tunnunni. Tunnan reyndist innihalda sælgæti en ekki kött þegar hún gaf sig. Stjórn nemendafélags G.B. stýrði leikjum og dansað var í hinum og þessum furðufötum. Að lokum voru veittar

Troðfullt hús á söngvakeppni Óðals.

adminFréttir

Síðasta föstudagskvöld var mikil söngvahátíð í Félagsmiðstöðinni Óðali en þá fór fram árleg söngvakeppni unglingana. Fjórtán atriði voru flutt með tilheyrandi sviðsframkomu og dansatriðum.Í ár voru það stöllurnar Hugrún, Martha og Gunnhildur sem stóðu sig best að mati dómnefndar og fara þær áfram í Vesturlandskeppnina sem haldin verður í Hótel Borgarnesi fimmtudaginn 17. febrúar n.k. í umsjón Félagsmiðstöðvarinnar Óðals. Þarna er um landshlutakeppni að ræða og því ræðst þarna hvaða