Hallbera Eiríksdóttir Íþróttamaður Borgarbyggðar 2004

adminFréttir

                                    Hallbera Eiríksdóttir frjálsíþróttakona var í gær útnefnd Íþróttamaður Borgarbyggðar fyrir árið 2004 við hátíðlega athöfn í Íþróttamiðstöðinni Borgarnesi. Alls bárust níu tilnefningar frá félögum og deildum til kjörsins.    

Íþróttamaður Borgarbyggðar 2004

adminFréttir

Í kvöld fimmtudagskvöld verða veittar viðurkenningar fyrir besta íþróttafólk félaga og deilda á síðasta ári í Borgarbyggð við hátíðlega athöfn eftir leik Skallagríms og Hamars/Selfoss um kl. 20.3o í íþróttamiðstöðinni. Þeir sem skarað hafa fram úr á árinu eru tilnefndir af stjórnum deilda og félaga til kjörs á Íþróttamanni Borgarbyggðar árið 2004. Tómstundanefnd Borgarbyggðar hefur veg og vanda að kjöri þessu.   Aðalstjórn Umf. Skallagríms veitir viðurkenningar við sama tækifæri

Stuttmyndagerð

adminFréttir

29 unglingar í Óðali eru nú langt komnir með grunnnám í stuttmyndagerð en það starf er metið til einkunna í valgreinum G.B. í samstarfi við félagsmiðstöðina Um er að ræða grunnnámskeið í meðferð upptöku og klippitækja ásamt því að læra lögmál myndbyggingar. Nú er komið að verklegum þáttum og í vikunni var hafist handa við að gera handrit af mörgum stuttmyndum til að skila sem prófverkefnum. Fimm af þessum unglingum

Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2005

adminFréttir

Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2005 samþykkt í bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2005 gerir ráð fyrir að heildartekjur bæjarsjóðs og fyrirtækja sveitarfélagsins verði 1.069 milljónir, en þar af eru skatttekjur rúmar 831 milljónir eða tæp 78% af tekjum. Þá er gert ráð fyrir að rekstrargjöld verði 951 milljón, afskriftir 57 milljónir og fjármagnskostnaður verði 68 milljónir. Afgangur frá rekstri fyrir afskriftir og fjármagnsliði er því 118 milljónir. Að teknu tilliti

Uppbygging Norðuráls á Grundartanga

adminFréttir

Verkalýðsfélag Borgarness og Borgarbyggð standa fyrir opnum fundi á Hótel Borgarnesi miðvikudagskvöldið 12. janúar kl. 20.30. Á fundinum munu þeir Ragnar Guðmundsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs Norðuráls og Kristján Sturlusonframkvæmdastjóri starfsmannasviðs Norðuráls gera grein fyrir þeirri uppbyggingu sem framundan er hjá fyrirtækinu á Grundartanga. Allir velkomnir Verkalýðsfélag Borgarness Borgarbyggð

Gleðilegt ár 2005

adminFréttir

Þrettándabrenna verður á Seleyri fimmtudaginn 6. janúar kl. 20.00 Borgarbyggð, Njarðtak og Björgunarsveitin Brák standa fyrir brennu og flugeldasýningu þetta kvöld. Hljómsveitin Þotuliðið leikur – Fjölmennum og fögnum saman nýju ári ! i.j.