Gleðileg jól

adminFréttir

Sendum íbúum Borgarbyggðar svo og landsmönnum öllum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum samstarfið á liðnu ári. Bæjarstjórn og starfsfólk Borgarbyggðar.

Tækifærin bíða framundan í Borgarfirði sagði ráðherra

adminFréttir

Tækifærin eru framundan í Borgarfirði öllum og um að gera að grípa þau sagði Sturla Böðvarsson ráðherra þegar hann var gestur fréttamanna Fm. Óðals jólaútvarpi unglinga sem stendur nú sem hæst. Sturla ráðherra og Bergþór Ólason aðstoðarmaður hans fóru á kostum í hljóðstofu og töluðu um að á næsta ári yrðu framkvæmdir og umbætur í vegakerfinu á Vesturlandi og að eitt stórt verkefni hér í héraði væri á teikniborðinu sem

Styrkir v. aksturs barna og unglinga úr dreifbýli.

adminFréttir

Foreldrar í dreifbýli athugið að í desember ár hvert er hægt að sækja um styrk vegna aksturs barna og unglinga úr dreifbýli í skipulagt íþróttastarf. Sjá reglugerð þar um á heimasíðunni.Íþrótta– og æskulýðsfulltrúi.

Jólaútvarp unglinga Fm. Óðal 101.3

adminFréttir

  Gleðigjafinn í skammdeginu er mættur ! Jólaútvarp unglinga í Óðali er hafið og stendur í næstu fjóra daga. Sent er út á Fm. 101.3 frá félagsmiðstöðinni Óðali og er næsta víst að það verður fjör þegar bekkjaþættir og unglingaþættir fara í loftið. Fréttastofa verður á sínum stað í hádeginu og sérstakur bæjarmálaþáttur kl. 12.oo næsta fimmtudag og þá mætir Sturla Böðvarson ráðherra í hljóðstofu ásamt fulltrúum bæjarstjórnar og fleiri