Íbúafundir í Borgarbyggð

adminFréttir

þjónusta í þína þágu Borgarbyggð stendur fyrir íbúafundum á næstu dögum þar sem íbúum gefst kostur á að ræða um og fá upplýsingar um þjónustu sveitarfélagsins. Á þessum fundum munu bæjarstjóri, bæjarritari, félagsmálastjóri, bæjarverkfræðingur, forstöðumaður fræðslu- og menningarmála, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og þjónustufulltrúi dreifbýlis sitja fyrir svörum og veita uppplýsingar um þjónustuna.   Fundirnir verða á eftirtöldum stöðum:  

Skallagrímur byrjar vel !

adminFréttir

Um 400 manns urðu vitni að frábærum sigri Skallagríms á Grindavík 81-80 í Intersportdeildinni í gærkvöldi í íþróttamiðstöðinni Borgarnesi. Leikurinn var æsispennandi og gefur góðar vonir um áframhaldandi skemmtun á íþróttasviðinu í vetur. Takið því leikdaga frá í vetur og mætið í íþróttahúsið með alla fjölskylduna til að hvetja liðið okkar. Áfram Skallagrímur!  

Gervigrasvöllurinn tilbúinn !

adminFréttir

Páll bæjarstjóri prófar völlinn! Nú er sparkvöllurinn við grunnskólann loksins tilbúinn og hægt að fara að sparka bolta þar. Mörkin eru komin í og ekkert því til fyrirstöðu að fara að prófa. Enn er verið að vinna við uppsetningu lýsingar og tengingu hita en það ætti að klárast á næstu vikum. En veðrið er gott og ekkert því til fyrirstöðu að nota völlinn. Allir sem nota völlinn þurfa að ganga

Sauðamessa tókst vel

adminFréttir

Um síðustu helgi var haldin svokölluð Sauðamessa í Borgarnesi og voru það frumkvöðlarnir Gísli Einarsson og Bjarki Þorsteinsson sem framkvæmdu hugmynd sína svo eftir var tekið.   Hátíðin var vel auglýst og skilaði það sér í því að hingað komu á milli þrjú og fjögur þúsund manns á Sauðamessu þar sem sauðkindin var hafin til vegs og virðingar sem hún á sannarlega skilið. Ótrúlegur fjöldi fólks rak fjársafnið eftir aðalgötu

Sinfóníuhljómsveit Íslands í Borgarnesi

adminFréttir

    Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt í síðustu viku magnaða tónleika í íþróttamiðstöðinni Borgarnesi.   Um daginn fjölmennti unga fólkið í Borgarbyggð á ókeypis barnatónleika en um kvöldið voru svo tónleikar fyrir fullorðna. Húsfylli var og sannarlega gaman að fá þessa hljómsveit allra landsmanna í heimsókn í íþróttamiðstöðina. Karlakórinn Söngbræður tóku nokkur lög við undirleik sveitarinnar og tókst þeim vel upp enda ekki leiðinlegt að syngja við svo magnaðan undirleik. Frábær

Samningur um uppbyggingu þráðlauss breiðbands í Borgarfirði

adminFréttir

Í dag kl. 15:00 undirrituðu eMax ehf. og sveitarfélögin Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Skorradalshreppur og Hvítársíðuhreppur samstarfssamning um uppbyggingu þráðlauss breiðbandskerfis í umræddum sveitarfélögum. Þráðlaust breiðbandskerfi nýtist sem burðarlag fyrir margskonar þjónustu s.s. að tengjast Internetinu, flytja útvarps- og sjónvarpssendingar og fyrir eftirlits og öryggiskerfi sem t.d. má nota við fjarvöktun á sumarhúsum, svo dæmi séu tekin. Með þessari uppbyggingu verður Borgarfjörðurinn orðinn “best tengda” svæði landsins, utan höfuðborgarinnar. Uppbygging kerfisins hófst