Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Borgarnesi

adminFréttir

Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur tvenna tónleika í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi fimmtudaginn 30. september næstkomandi. Barnatónleikar verða klukkan 15:00. Frír aðgangur er fyrir öll börn upp að 16 ára aldri í boði Sinfóníuhljómsveitarinnar, Borgarbyggðar og Sparisjóðs Mýrasýslu. Á efnisskrá eru Þrumur og eldingar eftir Johan Strauss, Pétur og úlfurinn eftir Sergej Prókofíev og kvikmyndatónlist eftir John Williams. Sögumaður er Valur Freyr Einarsson. Almennir tónleikar verða klukkan 20:00. Á efnisskrá eru Egmont, forleikur

Félagsmiðstöð fyrir unglinga opnuð á Bifröst.

adminFréttir

  Í gær var opnuð félagsaðstaða fyrir unglinga í 7. – 10. bekk sem búa á Bifröst og nágrenni.Mikil hátíð var og fjölmenni þegar unglingarnir fengu loksins sína eigin félagsmiðstöð sem eflaust verður mikið notuð í vetur.Það er Íbúaráð Bifrastar með Hjalta Rósinkrans Benediktsson í broddi fylkingar sem hafa drifið þessa aðstöðu upp ásamt foreldrum og unglingum sjálfum. Viðskiptaháskólinn á Bifröst á húsnæðið og ætla foreldrar að sjá um gæslu

Starfsmenn félagsmiðstöðva á Vesturlandi á námskeiði í Borgarnesi.

adminFréttir

Frá félagsmiðstöðinni Óðali   Í síðustu viku stóð Samfés samtök félagsmiðstöðva á Íslandi fyrir námskeiði fyrir starfsmenn félagsmiðstöðva á Vesturlandi.Eru þessi námskeið liður í fræðsluferð Samfés fyrir starfsfólk félagsmiðstöðva landsins sem nú stendur yfir í fjórðungum landsins. Góð mæting var hér á Vesturlandi og mættu starfsmenn félagsmiðstöðva frá Búðardal, Stykkishólmi, Snæfellsbæ, Grundarfirði, Akranesi og Borgarnesi á námskeiðið.Farið var yfir faglegt og uppeldislegt umhverfi starfsins og þróun þá sem verið hefur

BORGARBYGGÐ AUGLÝSIR LAUS STÖRF LEIKSKÓLAKENNARA

adminFréttir

Leikskólakennara vantar til starfa á leikskólana Hraunborg á Bifröst og Leikskólann á Varmalandi.   Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi áhuga á að vinna með börnum og búi yfir færni í mannlegum samskiptum. Fáist ekki leikskólakennarar verða ráðnir starfsmenn með háskólapróf eða aðra uppeldismenntun og/eða reynslu.   Umsóknarfrestur um störfin er til 27. september 2004   Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til að sækja um