Ég reyki ekki !

adminFréttir

  Í morgun var hafist handa við að dreifa forvarnarbolum til unglinga í 7. – 10. bekk í grunnskólum Borgarbyggðar sem ekki reykja. Átakið er að frumkvæði Vímuvarnarnefndar Borgarbyggðar sérstaklega styrkt af Tóbaksvarnarráði. Á bolunum eru fjölbreytt slagorð sem eiga vel við ungmennin okkar sem ekki reykja:   Ég hugsa sjálfstætt ! Ég virði líkama minn ! Ég er vinur vina minna ! Ég stunda félagslífið ! Ég stunda íþróttir

Borgarfjarðardeild RKÍ gefur íþróttamiðstöðinni súrefnisgjafatæki

adminFréttir

Ragnhildur Kristín og Geir afhenda Indriða íþróttafulltrúa gjöfina.   Á kynningu á samstarfi Íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi og Heilsulindarsamtaka Reykjavíkur og nágrennis í markaðsmálum sem haldin var í Óðali á dögunum kom Borgarfjarðardeild Rauða kross Íslands færandi hendi og afhenti forsvarsmönnum íþróttamiðstöðvarinnar að gjöf sérhæft súrefnisgjafatæki fyrir sundstaði. Við sama tækifæri fögnuðu menn því að enn einu sinni var nýtt met slegið í íþróttamiðstöðinni varðandi gestakomur á en á síðasta ári

Framkvæmdir hafnar.

adminFréttir

Nú er byrjað á framkvæmdum við að setja nýtt parket á gólfið í sal íþróttamiðstöðvarinnar. Verið er að taka gamla ónýta dúkinn af og sakna hans fáir. Reiknað er með að í byrjun næstu viku verði farið að leggja nýja efnið á gólfið. Íþróttakennsla og æfingar færast út í góða veðrið og hafa allir gott af því að fá ferskt vorloft í lungun á meðan þessi langþráða framkvæmd stendur yfir.