Útboð á skólaakstri

adminFréttir

Grunnskólinn í Borgarnesi og Varmalandsskóli óska eftir tilboðum í skólaakstur með nemendur skólanna.   Nánari upplýsingar eru í liðnum „tilkynningar“ hér vinstra megin á síðunni.

Kynningarfundur – Umhverfisstjórnun fyrirtækja – Umhverfisvitinn

adminFréttir

Fimmtudaginn 15. apríl 2004, klukkan 20:30 verður haldinn á Hótel Borgarnesi kynningarfundur um umhverfisstjórnun fyrirtækja og Umhverfisvitann, sem er umhverfisvottunarkerfi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Borgarbyggð hefur ákveðið að gerast aðili að þessu kerfi og verður á fundinum kynnt hvað felst í þessu kerfi og hvernig því verður komið á í sveitarfélaginu.  

Háskólaráð Borgarfjarðar stofnað

adminFréttir

Neðri röð frá vinstri: Páll S Brynjarsson bæjarstjóri Borgarbyggð, Runólfur Ágústsson rektor Viðskiptaháskólans, Linda B Pálsdóttir sveitarstjóri Borgarfjarðarsveit, Magnús B. Jónsson rektor Landbúnaðarháskólans og Bergur Þorgeirsson forstöðumaður Snorrastofu. Efri röð frá vinstri: Stefán Kalmansson fjármálastjóri Viðskiptaháskólans og Torfi Jóhannesson rannsóknastjóri við Landbúnaðarháskólann. Í Borgarfjarðarhéraði eru starfandi tveir háskólar, Viðskiptaháskólinn á Bifröst og Landbúnarháskólinn á Hvanneyri, og hefur starfsemi þeirra stöðugt verið að eflast á undanförnum árum. Þá hefur þekkingarstarfsemi verið

Sundnámskeiði lokið !

adminFréttir

  Nýlokið er sundleikjanámskeiði fyrir börn fædd 1999 – 2000 og var námskeiðið á vegum Sunddeildar Skallagríms. 39 börn mættu á námskeiðið og stóðu sig öll vel enda eins gott að læra að synda svo hægt sé að fara í vatnsrennibrautirnar góðu. Reyndar hefur tíðin verið svo góð að brautirnar hafa oft verið opnar í vetur. Hafa þeir fjölmörgu ferðamenn sem komið hafa í sund um helgar í vetur heldur