Árshátíð Nemendafélags G.B. – aukasýningar !

adminFréttir

Árshátíðarhópurinn Smelltu á myndina til að sjá hana stærriNú standa yfir sýningar á Árshátíð Nemendafélags Grunnskóla Borgarness en unglingarnir taka fyrir leikverkið Gúmmí Tarzan að þessu sinni. Uppselt hefur verið á allar fjórar sýningarnar sem búnar eru og því hefur verið ákveðið að halda aukasýningar á þessari frábæru uppfærslu unglinganna í Óðali sem hér segir:  

Skallagrímur Íslandsmeistari í 1. deild !

adminFréttir

Frábær stemming var í íþróttahúsinu í Borgarnesi í gærkvöldi þegar ljóst var að Skallagrímsmenn voru orðnir Íslandsmeistarar í 1. deild karla í körfuknattleik.Áhorfendur troðfylltu bekkina og skemmtu sér hið besta.Sungu heimamenn “ Í Borgarnesi í Borgarnesi á heimavelli erum við”…þegar ljóst var að titillinn var í höfn. Leikurinn var hraður og skemmtilegur og baráttan til staðar allan leikinn. Skallagrímsmenn höfðu undirtökin og sigruðu með 35 stiga mun. Því er ljóst

Bæjarstjórn Borgarbyggðar samþykkir framkvæmdaáætlun fyrir Staðardagskrá 21

adminFréttir

  Bæjarstjórn Borgarbyggðar samþykkt á síðasta fundi sínum framkvæmdaáætlun fyrir Staðardagskrá 21, en í henni eru sett fram metnaðarfull markmið um það hvernig megi stuðla að sjálfbærri þróun í sveitarfélaginu. Sjálfbær þróun snýst ekki bara um umhverfismál, hún snýst ekki síður um almenna velferð íbúanna. Bæjarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á árinu 2001 að hefja vinnu við Staðardagskrá 21 og var skipaður sérstakur vinnuhópur og verkefnisstjóri ráðinn til að vinna að verkefninu.

Gríðarlega stórt skref fyrir allar hafnirnar

adminFréttir

Frá undirritun viljayfirlýsingarinnarÍ gær var undirrituð, í bæjarþingsalnum á Akranesi, viljayfirlýsing fulltrúa tíu sveitarfélaga á suðvesturhorninu um sameiningu Grundartangahafnar, Reykjavíkurhafnar, Akraneshafnar og Borgarneshafnar. Stefnt er að sameiningu hafnanna í eitt fyrirtæki frá og með 1. janúar 2005 en skipaður verður starfshópur til að vinna að semeiningunni í samræmi við viljayfirlýsingu sveitarfélaganna. Eignarhlutar í sameinuðu fyrirtæki skiptast þannig á mili hafnanna að Reykjavíkurhöfn mun eiga 75%, Grundartangahöfn 22% og Akraneshöfn 3%.

Tónlistarskóli Borgarfjarðar í eigið húsnæði

adminFréttir

Viðar Guðmundsson kennari og Ásta Þorsteinsdóttir nemandi.Nýtt húsnæði Tónlistarskóla Borgarfjarðar var formlega tekið í notkun síðastliðinn laugardag að viðstöddu fjölmenni. Þar með er skólinn kominn í igið húsnæði í fyrsta sinn frá stofnun hans fyrir 36 árum en kennsla hefur hingað til farið fram í grunnskólum héraðsins og í leiguhúsnæði á nokkrumstöðum í Borgarfirði eða á heimilum tónlistarkennara.Nýja Tónlistarskólahúsið er að Borgarbraut 23 þar sem Borgarness Apótek var lengst af

Íþrótta-, æskulýðs- og tómstundasjóður.

adminFréttir

Hér með auglýsir Borgarbyggð eftir umsóknum vegna úthlutunar á peningalegum styrkjum til íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi fyrir árið 2004.   Umsóknir þurfa að hafa borist til íþrótta– og æskulýðsfulltrúa Borgarbraut 11 fyrir þriðjudaginn 23. mars n.k. Um styrki geta sótt félög og aðilar sem sinna íþrótta–, æskulýðs – og tómstundastarfi í sveitarfélaginu eða hafa með höndum aðra sambærilega starfsemi.   Sjá úthlutunarreglur vegna framlaga til íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsmála í