Fjör á Öskudag !

adminFréttir

Á þriðja hundrað manns mætti á Öskudagsgleði sem haldin var í ÍÞróttamiðstöðinni Borgarnesi s.l. miðvikudag. Það var Nemendafélag G.B. sem sá um framkvæmdina og tókst það vel eins og svo oft áður. Leiktæki voru á staðnum, flutt voru skemmtiatriði, karamelludreifing, marserað var um salinn og kötturinn sleginn úr tunnunni. Veitt voru verðlaun fyrir frumlega búninga og dansað í lokinn. Krakkarnir voru dugleg að fara í fyrirtæki og stofnanir til að

Útvarpshús í Borgarnesi

adminFréttir

Bogi Ágústsson og Gísli EinarssonSíðastliðinn fimmtudag var formlega tekin í notkun ný aðstaða fyrir RUV að Bröttugötu 6 í Borgarnesi að viðstöddum fulltrúum RUV og sveitarfélaga á Vesturlandi. Segja má að þessi aðstaða sé fyrsta útvarpshús Vesturlands þótt ekki sé um að ræða formlega svæðisstöð en Gísli Einarsson fréttamaður rekur aðstöðuna en leigir út til afnota fyrir útvarpið. Í nýja húsnæðinu er fullbúið hljóðver og aðstaða fyrir vinnslu sjónvarpsfrétta og

Fundur um deiliskipulag fyrir gamla miðbæinn í Borgarnesi

adminFréttir

Fimmtudaginn 12 febrúar kl.20.30 verður haldinn kynningarfundur á Hótel Borgarnesi um deiliskipulagstillögu fyrir gamla miðbæinn í Borgarnesi. Á fundinum mun Richard Briem arkitekt kynna tillöguna, en í henni er gert ráð fyrir að ný íbúðabyggð með allt að 87 íbúðum muni rísa á gamla athafnsvæði KB við Skúlagötu og Brákarbraut. Allir velkomnir