Gleðileg jól

adminFréttir

Sendum íbúum Borgarbyggðar svo og landsmönnum öllum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum samstarfið á liðnu ári. Bæjarstjórn og starfsfólk Borgarbyggðar.

Tækifærin bíða framundan í Borgarfirði sagði ráðherra

adminFréttir

Tækifærin eru framundan í Borgarfirði öllum og um að gera að grípa þau sagði Sturla Böðvarsson ráðherra þegar hann var gestur fréttamanna Fm. Óðals jólaútvarpi unglinga sem stendur nú sem hæst. Sturla ráðherra og Bergþór Ólason aðstoðarmaður hans fóru á kostum í hljóðstofu og töluðu um að á næsta ári yrðu framkvæmdir og umbætur í vegakerfinu á Vesturlandi og að eitt stórt verkefni hér í héraði væri á teikniborðinu sem

Styrkir v. aksturs barna og unglinga úr dreifbýli.

adminFréttir

Foreldrar í dreifbýli athugið að í desember ár hvert er hægt að sækja um styrk vegna aksturs barna og unglinga úr dreifbýli í skipulagt íþróttastarf. Sjá reglugerð þar um á heimasíðunni.Íþrótta– og æskulýðsfulltrúi.

Jólaútvarp unglinga Fm. Óðal 101.3

adminFréttir

  Gleðigjafinn í skammdeginu er mættur ! Jólaútvarp unglinga í Óðali er hafið og stendur í næstu fjóra daga. Sent er út á Fm. 101.3 frá félagsmiðstöðinni Óðali og er næsta víst að það verður fjör þegar bekkjaþættir og unglingaþættir fara í loftið. Fréttastofa verður á sínum stað í hádeginu og sérstakur bæjarmálaþáttur kl. 12.oo næsta fimmtudag og þá mætir Sturla Böðvarson ráðherra í hljóðstofu ásamt fulltrúum bæjarstjórnar og fleiri

Frábært æskulýðsball !

adminFréttir

400 unglingar frá 15 skólum skemmtu sér hið besta á árlegu Forvarnar- og æskulýðsballi Óðals og NFGB sem fram fór á Hótel Borgarnesi s.l. fimmtudagskvöld.   Mögnuð skemmtidagskrá var flutt frá nemendafélögum og hljómsveitin Kung-fu hélt uppi dúndrandi stuði á eftir. Allir unglingarnir og starfsmenn fengu barmmerki með slagorði kvöldsins: Einelti er ömurlegt – ég tek ekki þátt í því ! Unglingar til hamingju og þakka ykkur fyrir að meta

Sparkvöllur vígður

adminFréttir

Sparkvöllur á lóð Grunnskólans í Borgarnesi var vígður formlega s.l. fimmtudag. Fjölmenni mætti á þessa vígslustund þar sem gervigrasvöllurinn var formlega tekinn í notkun. Bæjarstjóri, forseti bæjarstjórnar, formaður knattspyrnudeildar og framkvæmdastjóri KSÍ fluttu ávörp og Þornbjörn Hlynur Árnason sóknarprestur blessaði mannvirkið.  

Lokað vegna jarðarfarar

adminFréttir

Skrifstofa Borgarbyggðar verður lokuð frá kl. 13,oo miðvikudaginn 10. nóvember 2004 vegna jarðarfarar Kristínar Þorbjargar Halldórsdóttur.  

Íbúafundir í Borgarbyggð

adminFréttir

þjónusta í þína þágu Borgarbyggð stendur fyrir íbúafundum á næstu dögum þar sem íbúum gefst kostur á að ræða um og fá upplýsingar um þjónustu sveitarfélagsins. Á þessum fundum munu bæjarstjóri, bæjarritari, félagsmálastjóri, bæjarverkfræðingur, forstöðumaður fræðslu- og menningarmála, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og þjónustufulltrúi dreifbýlis sitja fyrir svörum og veita uppplýsingar um þjónustuna.   Fundirnir verða á eftirtöldum stöðum:  

Skallagrímur byrjar vel !

adminFréttir

Um 400 manns urðu vitni að frábærum sigri Skallagríms á Grindavík 81-80 í Intersportdeildinni í gærkvöldi í íþróttamiðstöðinni Borgarnesi. Leikurinn var æsispennandi og gefur góðar vonir um áframhaldandi skemmtun á íþróttasviðinu í vetur. Takið því leikdaga frá í vetur og mætið í íþróttahúsið með alla fjölskylduna til að hvetja liðið okkar. Áfram Skallagrímur!  

Gervigrasvöllurinn tilbúinn !

adminFréttir

Páll bæjarstjóri prófar völlinn! Nú er sparkvöllurinn við grunnskólann loksins tilbúinn og hægt að fara að sparka bolta þar. Mörkin eru komin í og ekkert því til fyrirstöðu að fara að prófa. Enn er verið að vinna við uppsetningu lýsingar og tengingu hita en það ætti að klárast á næstu vikum. En veðrið er gott og ekkert því til fyrirstöðu að nota völlinn. Allir sem nota völlinn þurfa að ganga