Aukinn fíkniefnavandi í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi

adminFréttir

Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi hefur aldrei verið lagt hald á meira magn af fíkniefnum en gert hefur verið í ár. Að hluta til er það vegna aukinnar löggæslu og virkni lögreglunnar í Borgarnesi við rannsóknir fíkniefnamála en einnig er það vegna aukinnar meðferðar fíkniefna á svæðinu. Sérstaklegavarhugaverð er sú staðreynd að lögreglan hefur verið að haldleggja sterkari efni svo sem E-pillur, amfetamín og kókaín sem þýðir að eftirspurn eftir

Glæsileg ungmenni á balli !

adminFréttir

  Þau voru glæsileg þau 400 ungmenni sem tóku þátt í árlegu Æskulýðs- og forvarnarballi í Hótel Borgarnesi s.l. fimmtudagskvöld. Skipulag hátíðarinnar var í höndum stjórnar Nemendafélags G.B. og félagsmiðstöðvarinnar Óðals. Dagskráin hófst með því að fulltrúar þeirra 14 skóla sem þarna voru saman komin tróðu upp með fjölbreytt skemmtiatriði þar sem einar fimm unglingahljómsveitir stigu á stokk. Það voru svo hljómsveitirnar Papar og Corus sem létu menn svitna í

Forvarnar- og æskulýðsballið !

adminFréttir

Þá er komið að því ! Hið árlega Æskulýðsball 14 skóla af Vesturlandi er í kvöld á Hótel Borgarnesi. Það er félagsmiðstöðin Óðal og Nemendafélag G.B. sem skipuleggur þessa unglingahátíð. Um 450 unglingar mæta til leiks að þessu sinni og hefst dagskrá kl. 20.oo með kvöldvökuatriðum frá öllum skólum. Því næst stígur hin landsfræga hljómsveit Papar á stokk og heldur uppi stuðinu til miðnættis ásamt nokkrum unglingahljómsveitum úr þessum skólum.

Sameiginlegur fundur !

adminFréttir

Fulltrúar Menningar, íþrótta- og tómstundasviðs Reykjanesbæjar dvöldu á Hótel Borgarnesi um helgina og voru að leggja lokahönd á fjárhagsáætlanagerð sína. Tækifærið var notað til að slá upp sameiginlegum kynnis- og fræðslufundi með heimamönnum þar sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, fulltrúar úr Tómstundanefnd og Menningarmálanefnd Borgarbyggðar ásamt bæjarstjóra Páli S Brynjarsyni skiptust á hugmyndum og framtíðaráformum í þessum málaflokkum. Ljóst er að mikill stærðarmunur er á þessum sveitarfélögum varðandi rekstur en samt

Ekki orðið að kæk að kaupa verslanir

adminFréttir

„Það er ekki orðið að kæk hjá okkur að kaupa eina verslun á viku, við skulum hafa það á hreinu,“ sagði Bjarki Þorsteinsson verslunarstjóri Kaupfélags Borgfirðinga þegar hann var inntur eftir fréttum af kaupum á Versluninni Tanga í Grundarfirði. Eins og fram kom í síðasta tölublaði Skessuhorns var gengið frá kaupum KB á versluninni Grundavali á Akranesi í síðustu viku og þessa vikuna er það Grundarfjörður. Við höfum átt í

Nýtt safnaðarheimili Borgarneskirkju vígt

adminFréttir

Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason og Kór Borgarneskirkju við athöfnina í nýja safnaðarheimilinu.Að lokinni guðsþjónustu í Borgarneskirkju síðstliðinn sunnudag vígði sóknarpresturinn, Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason, nýtt safnaðarheimili kirkjunnar í húsnæði sem kirkjan keypti af Verkalýðsfélagi Borgarness fyrr áárinu. Í ræðu sem formaður sóknarnefndar, Arna Einarsdóttir, flutti við athöfnina kom fram að ekki væri búið að festa niður nýtingu á húsnæðinu í náinni framtíð en söfnuðurinn hefur ekki haft félagsaðstöðu af þessu

Tónlistarskóli Borgarfjarðar eignast hús

adminFréttir

Kaup á nýju húsnæði tónlistarskólans innsigluð.Síðastliðinn föstudag var formlega gengið frá kaupum Tónlistarskóla Borgarfjarðar á nýju húsnæði fyrir skólann af Lyfju hf. Húsið sem um ræðir er að Borgarbraut 49 þar sem Borgarnesapótek var áður til húsa ogskrifstofur Skessuhorns um tíma.Við athöfn í verðandi tónlistarskólahúsi á föstudag lýsti Theodóra Þorsteinsdóttir skólastjóri Tónlistarskólans yfir ánægju starfsfólks skólans með að hann væri loks að komast í viðunandi húsnæði. Sagði hún húsið hentavel