Upphafs knattleikja minnst í Sandvíkinni

adminFréttir

Það var brosmildur hópur sem minntist upphafs knattleikja á Íslandi í Sandvíkinni þegar söguskiltið var afhjúpað.Fyrstu heimildir um knattleik á Íslandi eru úr Egilssögu. Knattleikir voru karlmannsíþrótt á þeim tíma og oftar en ekki hljóp köppunum kapp í kinn. Fræg er frásögnin í Eglu þegar þeir félagar Þórður frá Granastöðum og Egill háðu kapp við Skallagrím í Sandvíkinni. Þeim leik lauk allsnarlega þegar Skallagrímur, sem þá var undir, banaði Þórði

Kristján B Snorrason kjörinn forseti Bridgesambandsins

adminFréttir

Kristján B Snorrason nýkjörinn forseti Bridgesambandsins.Kristján Björn Snorrason, útibússtjóri Búnaðarbankans í Borgarnesi, var kjörinn forseti Bridgesambands Íslands á 55. ársþingi sambandsins sem haldið var á sunnudag. Kristján var einn í kjöri og var kosningabaráttan því ekkiátakamikil. Hann þurfti hinsvegar að berjast hart við spilaborðið því um helgina var spilað um Íslandsmeistaratitilinn í einmenningi og þar var Kristján í toppbaráttunni og hafnaði í þriðja sæti.Innan Bridgesambandsins eru nú um 3000 iðkendur

Mikil fjölgun íbúa í Borgarbyggð

adminFréttir

Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands hefur íbúum Borgarbyggðar fjölgað um 56 á tímabilinu júlí til september. Mikill hluti þessarar fjölgunar er á Bifröst og svæðinu þar í kring. Í heild hefur íbúum Borgarbyggðar fjölgað um 72 á þessu ári sem er tæplega 3% en mjög fá sveitarfélög geta státað af slíkri fólksfjölgun á árinu.  

Hollvinasamtök Englendingavíkur stofnuð í Borgarnesi

adminFréttir

Hluti af gömlu húsunum í EnglendingavíkSíðastliðið mánudagskvöld var haldinn á Hótel Borgarnesi stofnfundur Hollvinasamtaka Englendingavíkur. Samtökin eru stofnuð í framhaldi af því að Borgarbyggð hefur eignast gömlu pakkhúsin 2 í Englendingavík og einnig hefur sveitarfélagið áhuga á að festa kaup á gömlu verslunarhúsunum á sama stað sem voru lengst af í eigu Kaupfélags Borgfirðinga.Á næsta ári eru 150 ár síðan reglubundin verslun hófst í Borgarnesi eins og fram kom í

Haustnámskeið Mótorsmiðju

adminFréttir

  Sex vikna haustnámskeið í Mótorsmiðjunni í gamla hafnarhúsinu í Brákarey er nú langt komið. Góð mæting hefur verið í þetta tómstundatilboð og margir unglingarnir gert góða hluti í bílaviðgerðum og mótorgrúski. Pétur Hannesson er leiðbeinandi í mótorsmiðjunni og vildi hann taka fram að hópurinn í haust væri hörkuduglegur og þar væri eflaust að finna bifvélavirkja framtíðarinnar. Mótorsmiðjan, eitt af mörgum tómstundatilboðum í sveitarfélaginu. i.j.

Landsmóti Samfés í Borgarnesi lokið !

adminFréttir

  Vel heppnuðu Landsmóti Samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi sem Félagsmiðstöðin Óðal og stjórn nemendafélags G.B. sá um framkvæmd á var slitið í morgun. Hátt í 400 landsmótsgestir héldu sælir og glaðir til síns heima eftir að hafa tekið þátt í skemmtulegu starfi um helgina. Landsmótið var sett á föstudagskvöld með flugeldasýningu á sundlaugardiskóteki í íþróttamiðstöðinni. Á laugardeginum fóru unglingarnir og starfsfólk í 23 mismunandi smiðjur þar sem menn hafa væntanlega

Eitt og hálft tonn af framsóknarkonum

adminFréttir

Af fullum þunga í pólitík! – Samkvæmt hárnákvæmri vog Vírnets Garðastál var eitt og hálft tonn af Framsóknarkonum á ferð um Vesturland um helgina. Þing Landsambands Framsóknarkvenna var haldið um helgina í Hótel Glym á Hvalfjarðarströnd. Þá fóru þingfulltrúar í ferð um Borgarfjörð og komu meðal annars við í verksmiðju Vírnets – Garðastál í Borgarnesi.

Góð útkoma Viðskiptaháskólans úr stjórnsýslukönnun

adminFréttir

Menntamálaráðuneytið lét IMG ráðgjöf nýverið gera úttekt á stjórnun og rekstri Viðskiptaháskólans á Bifröst en slík úttekt er gerð á þriggja ára fresti. Úttektin er unnin fyrir ráðuneytið til að kanna hvernig skólinn hefur á undanförnum 3 árum staðið við samning um fjárframlög og ráðstöfun þeirra fjármuna sem samningur við ráðuneytið tryggir skólanum. Óhætt er að segja að úttektin komi vel út fyrir skólann en fram kemur að í öllum

Ógöngur í óveðri

adminFréttir

Risjótt tíðarfar hefur sumstaðar gert gangnamönnum lífið leitt á heiðum uppi. Fyrir rúmri viku lentu Þverhlíðingar og Stafholtstungnamenn í slarki á afrétti en þeir þurftu að brjótast gegnum þoku og hríðarbil. Að sögn Sindra Sigurgeirssonar bónda í Bakkakoti komust Stafholtstungnamenn ekki af stað í aðra leit fyrr en um hádegi á laugardag fyrir þoku en að öllu eðlilegu er lagt í hann í birtingu.

400 manna ungmennaráðstefna

adminFréttir

  Það verður væntalega lífleg helgi í Borgarnesi þegar um 400 unglingar og starfmenn úr félagsmiðstöðum landssins koma á ungmennaráðstefnu hér nú um helgina og fara m.a. í smiðjuvinnu út um allan Borgarfjörð auk þess sem slegið verður á létta strengi á kvöldin. Það er félagsmiðstöðin Óðal sem tók Landsmótið að sér þetta árið en síðast var hér landsmót Samfés árið 1992 og hefur starfið þróast heldur betur síðan. Þá