Út vil ek

adminFréttir

Almennur fundur um markaðs- og kynningarmál sveitarfélaga verður haldinn á Hótel Borgarnesi þriðjudaginn 30. september kl. 20.30. Frummælendur verða; Þórólfur Árnason borgarstjóri og Ólafur Ingi Ólafsson framkvæmdastjóri Íslensku Auglýsingastofunnar. Að loknum framsögum mun Gísli Einarsson ritstjóri stýra pallborðsumræðum, en auk frummælenda munu Gísli Gíslason bæjarstjóri á Akranesi, Svanhildur Konráðsdóttir framkvæmdastjóri Höfuðborgarstofu og Helga Halldórsdóttir forseti bæjarstjórnar Borgarbyggðar sitja við pallborðið.   Allir velkomnir  

Borgarfjordur.com

adminFréttir

Síðastliðinn fimmtudag var formlega opnuð ný heimasíða á slóðinni borgarfjordur.com en síðunni verður haldið út sameiginlega af sveitarfélögunum Borgarfjarðarsveit og Borgarbyggð. Um er að ræða ítarlega upplýsinga – og þjónustusíðu sem ætlað er að uppfylla þarfir ferðamanna og annarra sem vilja fræðast um Borgarjförð í heild. Á síðunni er að finna allar helstu upplýsingar um þjónustu og áhugaverða staði, sögu héraðsins og einnig ýmsar lýðfræðilegar upplýsingar. Síðan er hönnuð af

Miðbæjarleikarnir í afar frjálsum íþróttum

adminFréttir

Páll Brynjarsson bæjarstjóri lét í minni pokann fyrir bæjarstjóra Reykjanesbæjar, Árna Sigfússyni.Síðastliðinn laugardag hélt menningarmálanefnd Miðbæjarsamtakanna í Borgarnesi (sem reyndar eru ekki til) í fyrsta sinn verðandi árlega miðbæjarleika í afar frjálsum íþróttum og í tengslum við þá töðugjöld Miðbæjarsamtakanna til að fagna því að heyskap er nú lokið í flestum húsagörðum á svæðinu. Aðild að Miðbæjarsamtökunum (ef þau væru til) eiga íbúar við Skúlagötu, Egilsgötu, Brákarbraut, Bröttugötu, Helgugötu og

Samningur milli Bifrastar og Hóla

adminFréttir

Skúli Skúlason, rektor Háskólans á Hólum og Runólfur Ágústsson, rektorViðskiptaháskólans á Bifröst og við undirritun samkomulagsins íHóladómkirkju laugardaginn 30. ágúst.Viðskiptadeild Viðskiptaháskólans á Bifröst annars vegar og Ferðamáladeild og Fiskeldisdeild Hólaskóla, Háskólans á Hólum hins vegar hafa nýverið undirritað samkomulag um gagnkvæmt mat á námi. Nemendur sem útskrifast frá Háskólanum á Hólum fá nám sitt metið sem 30 eininga áfanga til BS-prófs íviðskiptafræði með áherslu á ferðaþjónustu eða fiskeldi við Viðskiptaháskólann