Safnar skemmilegu fólki

adminFréttir

“Jónína Erna Arnardóttir og Óskar Þór ÓskarssonBorgfirðingahátíð var haldin í fjórða sinn um síðustu helgi. Var þetta mjög vel heppnuð hátíð og fjölmargir lögðu leið sína upp í Borgarfjörð. Einn liður í hátíðinni var kvikmyndasýningin „Óskarinn“ þar sem Óskar Þór Óskarsson í Borgarnesi sýndi tvær heimildarmyndir sem hann hefur gert, annars vegar sögur frá stríðsárunum og hinsvegar heimildamynd um netaveiðar í Hvítá. Við sama tækifæri var Borgfirðingahátíð sett auk þess

17. júní í Borgarbyggð

adminFréttir

Íbúar í Borgarbyggð fögnuðu Þjóðhátíðardeginum með svipuðu sniði og undanfarin ár. Dagskrá hófst með víðavangshlaupi á íþóttavellinum og eftir að fallhlífastökkvarar höfðu svifið til jarðar fór fram knattspyrnuleikur á milli bæjarstjórnar og stjórnar knattspyrnudeildar Skallagríms. Leiknum lauk með jafntefli 2 – 2, en lið bæjarstjórnar var sterkari aðilinn frá upphafi til leiksloka

Ársreikningur Borgarbyggðar 2002.

adminFréttir

Ársreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2002 var samþykktur við seinni umræðu í bæjarstjórn 8. maí s.l. Í „pistlinum“ á heimasíðunni rekur Páll Brynjarsson bæjarstjóri niðurstöður reikningsins og undir liðnum „tölulegar upplýsingar“ er hægt að sjá ársreikninginn í heild.

Loftorka kaupir Steypustöðina hf.

adminFréttir

Loftorka í Borgarnesi ehf hefur keypt 100% hlut í Basalti ehf sem á meðal annars Steypustöðina hf, Steypustöð Suðurlands hf og Vinnuvélar hf sem sjá um malarvinnslu að Esjubergi og Norðurkoti á Kjalarnesi. Basalt ehf. Var í eigu 19 Byggingaverktaka sem starfandi eru í byggingariðnaði. Um fjörtíu manns starfa hjá Basalti ehf.

Sparisjóðshúsið að ráðhúsi Borgarbyggðar?

adminFréttir

Sparisjóður Mýrasýslu hefur boðið Borgarbyggð að kaupa húsnæði Sparisjóðsins að Borgarbraut 14 í Borgarnesi. Að sögn Sigurðar Más Einarssonar stjórnarformanns SPM er áhugi fyrir því að byggja nýtt húsnæði fyrir starfsemi sjóðsins nær þjóðvegi eitt. “Miðbærinn hefur færst að þjóðveginum og við höfum áhuga á að færa okkur líka og vera þannig sýnilegri þannig að vegfarendur verði meira varir við okkur. Markmiðið er þá einnig að byggja fyrir þarfir framtíðarinnar.