Atvinnuátak í Borgarbyggð

adminFréttir

Um fimmtán manns verða ráðnir á vegum Borgarbyggðar og stofnana sveitarfélagsins í sérstök verkefni í sumar með stuðningi atvinnuleysistryggingasjóðs. “Í kjölfar mikillar umræðu um atvinnuleysi á svæðinu skoruðum við á stofnanir sveitarfélagsins að sækja um stuðning úr atvinnuleysistryggingasjóði. Við sóttum um styrk til að manna tæplega 20 störf og fengum stuðning í fimmtán fyrir félagsmiðstöð, bókasafn, leikskólana og bæjarskrifstofunar en stærsti hópurinn er að fara af stað í umhverfisátak á

Velheppnað umhverfisátak

adminFréttir

  Vel heppnuðu umhverfisátaki í Borgarbyggð á laugardag var fagnað með grillveislu í boði bæjarins í Skallagrímsgarði um kvöldið. Þennan dag voru íbúar hvattir til að taka til í görðum sínum að sögn bæjarstarfsmanna var það drjúgt sem týndist til. Mynd: Ásþór

Áskorun um lækkun gangagjalds

adminFréttir

Síðastliðinn mánudag afhenti bæjarstjóri Borgarbyggðar Sturlu Böðvarssyni, samgönguráðherra, áskorun frá sveitarfélögum á Vesturlandi þar sem skorað er á ráðherra að leita allra leiða til að lækka gjaldið í Hvalfjarðargöng. Að áskoruninni standa Akraneskaupstaður, Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit, Hvalfjarðarstrandarhreppur, Hvítársíðuhreppur og Skilmannahreppur.

Nýjar hugmyndir um Einkunnir kynntar

adminFréttir

  Nemendur á umhverfisskipulagsbraut Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri afhentu Borgarbyggð s.l. föstudag hugmyndir sem þau hafa unnið um framtíðarnýtingu og fyrirkomulag Einkunna, sem er útivistarsvæði Borgnesinga, sérkennilegur og fallegur staður vestast í Hamarslandi við Borgarnes. Það var Páll Brynjarsson bæjarstjóri sem tók við verkefnunum úr hendi nemenda og kennara við LBH. Fram kom m.a. í máli Páls við það tækifæri að hugmyndin að samstarfi sveitarfélagsins og Landbúnaðarháskólans varðandi skipulag svæðisins hefði

Atkvæðin talin í íþróttahúsinu í Borgarnesi

adminFréttir

Um tuttugu manns munu sinna því verki að telja atkvæðin í NV-kjördæmi í komandi Alþingiskosningum og munu þau gera það í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Að sögn Gísla Kjartanssonar, formanns yfirkjörstjórnar, má búast við að talningin taki lengri tíma en áður. “Það er miklu meiri vinna í kringum þetta en hefur verið vegna stækkunar umdæmisins. Meiningin er að flogið verði með atkvæðin frá Vestfjörðum en annars verða þau keyrð frá öðrum