Þreksalurinn skilar árangri !

adminFréttir

Þeir félagar Sigurbjörn Guðmundsson og Sigurður Örn Sigurðsson gerðu sér lítið fyrir og voru í fyrsta og öðru sæti í íslandsmótinu í Fitness sem fram fór á Akureyri um helgina.

Íbúum fjölgar í Borgarbyggð

adminFréttir

Nú liggja fyrir tölur um búferlaflutninga á fyrstu þremur mánuðum ársins 2003. Í Borgarbyggð fjölgaði íbúum um 30 en í heild fækkaði íbúum um 17 á Vesturlandi. Mestur er fólksflutningurinn til höfuðborgarsvæðisins en þangað fluttu 181 umfram brottflutta.

Hvanneyri verði öflug miðstöð íslensks landbúnaðar

adminFréttir

Sameiginlegur fundur bæjarstjórna Borgarbyggðar og Akraness og sveitarstjórnar Borgarfjarðarsveitar var haldin föstudaginn 11. apríl s.l. í Reykholti. Á fundinum var samþykkt að Borgarfjarðarsveit fengi aðild að samkomulagi um Akraness og Borgarbyggðar um samstarf og samvinnu þessara sveitarfélaga sem undirritað var á síðast ári. Þá samþykkti fundurinn ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld, Bændasamtök íslands og hagsmunasamtök í landbúnaði að styðja enn frekar við uppbyggingu á Hvanneyri með því að

Hlutafé Vesturlands hf. þrefaldað

adminFréttir

Gengið hefur verið frá samningum hlutafjáraukningu í Vesturlandi hf – eignarhaldsfélagi. Sparisjóður Mýrasýslu hefur samþykkt að leggja 138 milljónir í félagið í nýju hlutafé en Byggðastofnun leggur fram níutíu og tveggja milljóna króna mótframlag. Hlutafé fjárfestingafélagsins sem stofnað var um áramótin 1999 – 2000 var í upphafi 72 milljónir króna en verður eftir hlutafjáraukninguna 302 milljónir.

Félagsbær verður safnaðarheimili

adminFréttir

Félagsbær verður að safnaðarheimili fyrir Borgarneskirkju Stjórn Verkalýðsfélags Borgarness hefur samþykkt kauptilboð Borgarneskirkju í Félagsbæ, hús verkalýðsfélagsins við Borgarbraut í Borgarnesi. Kaupin eru háð samþykki aðalfundar Verkalýðsfélagsins og aðalsafnaðarfundar Borgarneskirkju. Gert er ráð fyrir því að Borgarneskirkja fái húsið afhent í haust.Að sögn Örnu Einarsdóttur, formanns sóknarnefndar er ætlunin að Félagsbær verði safnaðarheimili kirkjunnar. “Skrifstofur kirkjunnar verða fluttar þangað og salurinn verður nýttur fyrir safnaðarstarfið en með bættri aðstöðu er

Engjaáshúsið í Borgarnesi loksins selt

adminFréttir

“Við ætlum ekki að láta þetta hús standa eins og draugahús lengur,” segir Unnar Eyjólfsson einn eigenda Engjaáshússins. Gengið hefur verið frá sölu Engjaásshússins svokallaða í Borgarnesi sem upphaflega var byggt fyrir starfsemi Mjólkursamlags Borgfirðinga. Stærstur hluti hússins var í eigu Engja ehf sem var hlutafélag Búnaðarbankans og Reykjagarðs. Unnar Eyjólfsson, bifreiðastóri í Reykjavík er í forsvari fyrir hóp aðila sem nú hafa keypt Engja ehf og þar með eignast

Kaupfélag Borgfirðinga fyrirtæki ársins

adminFréttir

Páll S Brynjarsson bæjarstjóri Borgarbyggðar afhendir Guðsteini Einarssyni kaupfélagsstjóra KB glæsilegan verðlaunagrip sem smíðaður er af Oddnýju Þórunni Bragadóttur í Borgarnesi.Mynd: GE Kaupfélag Borgfirðinga var valið fyrirtæki ársins í Borgarbyggð árið 2002. Það var bæjarráð Borgarbyggðar sem stóð að vanda fyrir útnefningunni og voru úrslitin kynnt við athöfn á Búðarkletti síðastliðinn mánudag. Við sama tækifæri var tveimur öðrum aðilum veitt viðurkenning fyrir að hafa lagt drjúgan skerf til eflingar atvinnulífs