Frábær árshátíð NFGB

adminFréttir

Uppselt hefur verið á allar fjórar árshátíðarsýningar sem Nemendafélag G.B. hefur verið að sýna síðustu daga í félagsmiðstöðinni Óðali. Jakob Þór Jónsson leikstjóri hefur greinilega verið að gera góða hluti með unglingunum okkar síðustu sjö vikur og er afraksturinn kraftmikil, fjörug og skemmtileg sýning sem hlotið hefur frábærar viðtökur. Því hefur verið ákveðið að setja upp eftirtaldar aukasýningar: Mánudag 31. mars kl. 17.oo og 20.oo Þriðjudag 1. apríl kl. 20.oo

Fótboltavöll í flýti

adminFréttir

Þessir ungu knattspyrnuáhugamenn úr Grunnskólanum í Borgarnesi bönkuðu upp á hjá bæjarstjóra Borgarbyggðar síðastliðinn mánudag og afhentu honum undirskriftarlista þar sem farið var fram á að framkvæmdum við fyrirhugaðan gervigrasvöll á grunnskólalóðinni yrði flýtt.Undirskriftunum höfðu þeir safnað meðal bekkjarfélaga sinna í 4. bekk og fleiri áhugamanna um bætta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar. Fjórmenningarnir fengu þau svör hjá bæjarstjóra að ekki væri fjárveiting í framkvæmdirnar á þessu ári en að strax á

Öskudagur

adminFréttir

Í dag hefur verið fjör á öskudagsgleði í Óðali í umsjón Nemendafélags Grunnskóla Borgarness. Margar kynja-verur komu í heimsókn og voru margir búningar sérstaklega vel hannaðir og frumlegir. Dans var stiginn og kötturinn sleginn úr „tunnunni“.