Styrkir vegna íþrótta,- tómstunda og æskulýðsmála.

adminFréttir

Hér með auglýsir Borgarbyggð eftir umsóknum vegna úthlutunar á peningalegum styrkjum til íþrótta,– tómstunda– og æskulýðsstarfsemi fyrir árið 2003. Umsóknir þurfa að hafa borist til íþrótta– og æskulýðsfulltrúa Borgarbraut 11 fyrir fimmtudaginn 20 mars n.k.Um styrki geta sótt félög og aðilar sem sinnaíþrótta– tómstunda– og æskulýðsstarfi í sveitarfélaginueða hafa með höndum aðra sambærilega starfsemi. Úthlutunarreglur vegna framlaga til íþrótta,- tómstunda- og æskulýðsmála í Borgarbyggð er að finna á heimasíðu. Íþrótta-

Íþróttamaður Borgarbyggðar 2002

adminFréttir

      Kjör á Íþróttamanni Borgarbyggðar fyrir árið 2002 fór fram við hátíðlega athöfn í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi s.l. föstudag. Það eru deildir og félög í Borgarbyggð sem tilnefna sinn besta afreksmann og fær Tómstundanefnd Borgarbyggðar það erfiða hlutverk að útnefna íþróttamann ársins úr tilnefningum sem berast.Að þessu sinni var það Hafþór Ingi Gunnarsson körfuknattleiksmaður í úrvalsdeildarliði Skallagríms sem varð fyrir valinu. Hafþór er vel að útnefningunni kominn, hefur

Aukið samstarf Borgarbyggðar og Akraness

adminFréttir

Síðastliðinn föstudag kom hópur embættismanna frá Borgarbyggð og Akraneskaupstað saman til fundar á Akranesi. Umræðuefnið var samkomulag frá því í október 2002 um nánara samstarf þessara sveitarfélaga í ýmsum málum. Meðal þeirra þátta samkomulagsins sem ræddir voru má nefna málefni slökkviliða, fráveitumál, forvarnamál, námskeiðahald fyrir starfsfólk grunn- og leikskóla, endurmenntun starfsmanna, samstarf tæknideilda og samstarf íþróttafélaga.