Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2003

adminFréttir

Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2003 var samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar þann 23. janúar s.l. Samkvæmt fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir að skatttekjur ársins 2003 nemi 662 milljónum króna sem er um 8% hækkun á milli ára. Þær skiptast þannig að útsvarstekjur eru áætlaðar 427 milljónir króna, fasteignaskattur 81 milljónir króna, framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 145 milljónir króna og lóðaleiga 9 miljónir. Aðrar tekjur er áætlaðar um 240 milljónir króna.

Námskeið um gerð viðskiptaáætlana

adminFréttir

Í tengslum við verkefnið “Nýsköpun 2003” sem er samkeppni um viðskiptaáætlanir, verður boðið upp á námskeið á tveimur stöðum á Vesturlandi. Akranesi, fimmtudaginn 13. febrúar kl. 17.15 í Safnaskálanum. Snæfellsbæ, mánudaginn 17. febrúar kl. 17.15 í Hótel Ólafsvík. Námskeiðið, stendur frá klukkan 17:15-20:30. Fyrirlesari verður G. Ágúst Pétursson, verkefnisstjóri samkeppninnar. Þátttakendur greiða kr. 1.500.- fyrir kaffi og léttan málsverð í hléi. Einfaldast er að skrá sig á heimasíðu verkefnisins sem

Fjölmenni á þrettándabrennu

adminFréttir

Nú árið er liðið ….. Þrettándabrenna var haldin á Seleyrinni 6. janúar s.l. að viðstöddu fjölmenni. Veðrið var eins og best verður á kosið og var flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Brákar sérlega glæsileg. Halldór Sigurðsson hjá Njarðtaki setti upp brennuna og var brennustjóri. Bæjarstjórinn í Borgarbyggð flutti ávarp og hvatti menn til að standa saman og vera bjartsýn á nýju ári. Á heimasíðu grunnskólans í Borgarnesi eru skemmtilegar myndir frá brennunni sem