Margrét Eir ráðin leikstjóri Árshátíðar N.F.G.B. 2004.

adminFréttir

  Stjórn Nemendafélags Grunnskóla Borgarness hefur ráðið söngkonuna Margréti Eir Hjartardóttur til þess að leikstýra næstu árshátíðarsýningu.Margrét er lærð leikkona og hefur góða reynslu í að leikstýra unglingum en hún hefur unnið að uppsetningu árshátíða og söngleikja hjá mörgum félagsmiðstöðvum auk þess að vinna sjálf í félagsmiðstöð í Kópavogi. Hún hefur víða haldið leik- og sönglistarnámskeið m.a. hér í Borgarnesi á Landsmóti Samfés s.l. haust.Er það fagnaðarefni að Margrét skuli

Lan-tölvuleikjamót í Mími ungmennahúsi.

adminFréttir

  Svokallað Lan-tölvuleikjamót með samtengdum tölvum fór fram helgina fyrir jól í Mími ungmennahúsi. Keppt var í herkænskuleikjum og var Geir Konráð Theodórsson meistari Mímis árið 2003. Guðni Albert var í öðru sæti og Jakob Orri í því þriðja.Alls komu 14 manns og spiluðu og var mikið fjör í Mími.Opið hús var svo á þorláksmessu. Starfið hefst af krafti aftur á nýju ári.ij

Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2004 samþykkt í bæjarstjórn

adminFréttir

Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2004 gerir ráð fyrir að heildartekjur bæjarsjóðs og fyrirtækja sveitarfélagsins verði 923 milljónir, en þar af eru skatttekjur rúmar 730 milljónir eða tæp 80% af tekjum. Þá er gert ráð fyrir að rekstrargjöld og fjármagnsliðir verði 919 milljónir. Afgangur frá rekstri verður því rúmar 4 milljónir. Veltufé frá rekstri er áætlað 31 milljón sem eru tæp 4% af heildartekjum og söluhagnaður eigna er áætlaður 35 milljónir.

Samkomulag um samstarf og samvinnu

adminFréttir

  Borgarbyggð, Akraneskaupstaður og Borgarfjarðarsveit hafa gert Samkomulagið undirritaðmeð sér samkomulag um að efla samvinnu og samstarf þessara sveitarfélaga á komandi ári. Samkomulagið sem undirritað var föstudaginn 12. desember nær til ýmissa verkefna og má þar nefna samstarf um uppbyggingu samgangna, eflingu framhaldsskóla og háskóla á svæðinu, auka samstarf safna og þrýsta á um gerð menningarsamnings fyrir Vesturland og vinna að stækkun og eflingu sveitarfélaga svo fátt eitt sé talið.

Vírnet kaupir árskort fyrir alla sína starfsmenn !

adminFréttir

  S.l. föstudag gerðu Stefán Logi Haraldsson forstjóri Vírnets og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi samning um að Vírnet–Garðastál í Borgarnesi kaupi fyrirtækjakort fyrir alla sína starfsmenn í Íþróttamiðstöðina Borgarnesi.   Fyrirtækjakort eru árskort fyrir hópa sem gilda í þreksal og sundlaugar í Íþróttamiðstöðinni. Innifalið er tilsögn íþróttafræðings þannig að allir fái æfingaáætlun við hæfi. Mörg fyrirtæki í Borgarnesi hafa boðið starfsfólki sínu þennan kost til þess að hvetja það til reglulegrar

Styrkir v. aksturs barna og unglinga úr dreifbýli.

adminFréttir

Foreldrar í dreifbýli athugið að í desember ár hvert er hægt að sækja um styrk vegna aksturs barna og unglinga úr dreifbýli í skipulagt íþróttastarf. Sjá reglugerð þar um á heimasíðunni.Íþrótta– og æskulýðsfulltrúi.

Sparisjóðurinn afhendir Mími skjávarpa.

adminFréttir

Fulltrúi Sparisjóðs Mýrasýslu kom færandi hendi í Mími félagsmiðstöð ungmenna í Borgarbyggð í gærkvöldi.Guðrún Daníelsdóttir fulltrúi bankans afhenti Mími fullkomin skjávarpa að gjöf og kemur hann sér vel í starfið þar. „Þetta er góð gjöf frá SM inn í starfið á þriggja ára afmæli Mímis ungmennahúss“ sagði formaður innra starfs Mímis Gunnar Aðils Tryggvason þegar hann þakkaði fyrir hönd húsráðs fyrir gjöf þessa á kaffihúsakvöldi í Mími á fimmtudagskvöldið.Til gamans

LAUST STARF

adminFréttir

Borgarbyggð auglýsir hér með laust starf við ræstingar í leikskólanum Mávakletti 14 í Borgarnesi. Um er að ræða ræstingar í leikskólanum eftir lokun alla virka daga, u.þ.b. 2,5 klst. í senn. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Borgarbyggðar. Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til 17. desember 2003. Nánari upplýsingar veitir Steinunn Baldursdóttir leikskólastjóri í síma

Jólaútvarpið Fm. 101,3 í loftið

adminFréttir

Það er alltaf gleðiefni í skammdeginu þegar jólaútvarp unglingana í Óðali fer í loftið. Eins og vanalega er um fjölbreytt útvarp að ræða með þætti frá yngri bekkjum og unglingum í bland. Tekin verður púls á bæjarmálum í pallborðsumræðum kl. 12.oo á föstudaginn þar sem bæjarráð, bæjarstjóri og fulltrúar atvinnulífsins mæta í fréttastofu. Okkar vinsælu heimasmíðuðu auglýsingar verða á sínum stað. Á netinu hvar sem þú ert ! Það geta

Forvarnarfundur fyrir foreldra í Óðali

adminFréttir

  Fjölmenni var á foreldrafundi um vímuvarnir í Félagsmiðstöðinni Óðali sem Vímuvarnarnefnd Borgarbyggðar stóð fyrir í gærkvöldi. Fyrirlesari var Magnús Stefánsson forvarnarfulltrúi Maríta samtökunum sem fyrr um daginn hafði spjallað við unglinga í grunnskólum sveitarfélagsins ásamt Kristjáni Inga fulltrúa frá lögreglunni. Á fundinum var margvísleg fræðsla og upplýsingar til foreldra. Fram kom að fíkniefni eru seld í Borgarbyggð. Við verðum því öll að átta okkur á að mikilvægt er að