Heimsókn bæjarstjórnar Akraness

adminFréttir

Föstudaginn 18. október kom bæjarstjórn Akraness í heimsókn til Borgarbyggðar. Heimsóknin hófst við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi og var gengið þaðan í gegnum Skallagrímsgarðinn í Grunnskólann í Borgarnesi þar sem Kristján Gíslason skólastjóri sýndi húsnæði og sagði frá starfsemi skólans. Að lokinni heimsókn í skólann var haldið í fundarsal bæjarstjórnar þar sem haldinn var sameiginlegur fundur bæjarstjórnanna.

Ályktun vegna uppbyggingar stóriðju á Grundartanga

adminFréttir

Borgarbyggð, Akraneskaupstaður, Borgarfjarðarsveit, Skorradalshreppur, Innri-Akraneshreppur, Skilmannahreppur, Hvalfjarðarstrandarhreppur og Leirár- og Melahreppur hafa gefið út sameiginlega ályktun vegna uppbyggingar stóriðju á Grundartanga.   Ályktunin er svohljóðandi:   „Sveitarstjórnir ofangreindra sveitarfélaga fagna þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað hjá Norðuráli á Grundartanga undanfarin ár um leið og þær vekja athygli á mikilvægi fyrirtækisins á svæðinu m.t.t. atvinnuuppbyggingar og jákvæðrar þróunar mannlífs í víðasta skilningi. Um leið eru þeir aðilar, sem fjalla