Kosningar 2. nóvember.

adminFréttir

Á fundi bæjarstjórnar Borgarbyggðar í dag var samþykkt, að höfðu samráði við yfirkjörstjórn Borgarbyggðar, að uppkosningar í Borgarbyggð vegna ógildingar félagsmálaráðuneytisins á sveitarstjórnarkosningum er fram fóru 25. maí 2002, fari fram laugardaginn 2. nóvember 2002.  

Skólasetning

adminFréttir

Það voru 306 kát ungmenni sem hlýddu á Kristján Gíslason skólastjóra setja skólann í íþróttamiðstöðinni í dag ásamt foreldrum sem fjölmenntu á setninguna. Að setningu lokinni fóru nemendur á fund umsjónarkennara þar sem afhentar voru stundatöflur.   Endurbætt skólalóð ! Fyrsti áfangi skólalóðar var tekin í notkun með leiktækjum og tilheyrandi og voru ungmennin sérlega ánægð með framkvæmdir þessar. H.H. vélaleiga sá um verkið. Myndin sýnir börn og foreldra þeir

Sveitarstjórnarkosningarnar úrskurðaðar ógildar

adminFréttir

Samkvæmt úrskurði félagsmálaráðuneytisins eru sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í Borgarbyggð 25. maí s.l. ógildar. Kosningarnar skulu því fara fram að nýju svo fljótt sem auðið er.   Bæjarstjórn Borgarbyggðar hefur ekki ákveðið hvenær kosningarnar skulu fara fram en ákvörðun um það verður tekin nú í ágústmánuði.  

Gönguklúbburinn á fjöllum

adminFréttir

Gönguklúbburinn í Borgarnesi lagði á dögunum upp í göngu á hálendið og var ferðinni heitið á Fimmvörðuháls og yfir í Húsadal í Þórsmörk samtals um 29 km leið. Gengið var í nokkrum sudda upp með Skógá meðfram þeim 23 glæsilegu fossum sem áin sú skartar. Gist var í fjallaskálanum á Fimmvörðuhálsi og daginn eftir gengið sem leið lá niður Heljarkamb og inn í Þórsmörkina. Í góðu veðri var svo farið