Umgjörð atvinnulífsins

adminFréttir

Atvinnuráðgjöf Vesturlands hefur tekið saman skýrslu fyrir Borgarbyggð um umgjörð og grunngerð atvinnulífs í Borgarfirði og þau tækifæri sem þar eru til atvinnusköpunar.Hér er hægt að sjá skýrsluna í heild en bæklingur með úrdrætti úr skýrslunni liggur frammi á bæjarskrifstofunni að Borgarbraut 11.Skýrsla um umgjörð og grunngerð atvinnulífs í Borgarfirði

Kjörskrá til sveitarstjórnakosninga

adminFréttir

Vakin er athygli á að kjörskrá til sveitarstjórnarkosninga sem fram eiga að fara 25. maí n.k. miðast við skráð lögheimili manna eins og það er 4. maí 2002.Þeir sem flutt hafa búferlum nýverið eða eru ekki rétt skráðir í íbúaskrá eru hvattir til að ganga sem fyrst frá tilkynningu um flutninginn á bæjarskrifstofunni að Borgarbraut 11, Borgarnesi.

Dulin búseta í Borgarfirði

adminFréttir

Atvinnuráðgjöf Vesturlands hefur tekið saman skýrslu sem ber heitið Dulin búseta í Borgarfirði.Skýrsla um dulda búsetu í Borgarfirði

ATVINNUMÁLAFUNDUR Í HÓTEL BORGARNESI

adminFréttir

Borgarbyggð heldur atvinnumálafund miðvikudaginn 24. apríl n.k. kl.12.00Axel Ólafsson framkvæmdastjóri Brákarsunds ehf talar um framtíðarhorfur í starfsemi kjötvinnslu og slátrunarAðgangseyrir er kr. 700,-Súpa, brauð og kaffi innifalið

Borgarbyggð og Bifröst

adminFréttir

Dr. Ívar Jónsson og Vífill Karlsson M.Sc hafa nú lokið við skýrsluna Borgarbyggð og Bifröst – Sambúð háskóla og byggðarlags sem unnin var fyrir Borgarbyggð og Viðskiptaháskólann á Bifröst.Í skýrslunni er fjallað um þætti í sambúð Borgarbyggðar og Viðskiptaháskólans sem að gagni geta komið í áætlanagerð um hvernig þekkingarmiðstöð getur nýst í atvinnuuppbyggingu sveitarfélagins. Einnig er gerð gerð grein fyrir tekjum og kostnaði sveitarfélagsins af starfsemi Viðskiptaháskólans. Sækja skýrsluna (pdf