Fjölsótt málþing um atvinnulíf, menntun og búsetu í Borgarfirði

adminFréttir

Laugardaginn 2. mars sl stóðu sveitarfélögin í Borgarfirði, norðan Skarðsheiðar, sameiginlega að málþingi um atvinnulíf, menntun og búsetu á Hótel Borgarnesi. Kolfinna Jóhannesdóttir, bæjarfulltrúi í Borgarbyggð, átti hugmyndina að málþinginu og greinilegt er að Borgfirðingum þykir málið afar brýnt því þeir fjölmenntu á Hótelið þennan dag og tóku virkan þátt í þinginu. Tilgangurinn með þinginu var að skerpa ímynd Borgarfjarðar og að gera svæðið að sýnilegri valkosti til búsetu og

Sumar– og afleysingastörf 2002

adminFréttir

1. Afleysingar í Íþróttamiðstöðinni Borgarnesi.Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri.Starfið er vaktavinna sem felst m.a. í baðvörslu, gæslu við sundlaugarmannvirki úti og inni, í íþróttahúsi auk þrifa, afgreiðslu o.fl.Starfsmaðurinn þarf að hafa ríka þjónustulund að upplagi, gott lag á börnum og unglingum auk áhuga og skilning á íþrótta– og æskulýðsstarfi. Laun samkv. launatöflu SFB.Skilyrði fyrir ráðningu er að starfsmaðurinn standist hæfnipróf sundstaða.Vinnustaðurinn er reyklaus.2. Störf við Vinnuskóla Borgarbyggðar.Leiðbeinendur

Borgarbyggð hlýtur styrk úr Menningarborgarsjóði

adminFréttir

Tilkynnt var um úthlutun úr Menningarborgarsjóði árið 2002 við formlega athöfn í Listasafni Reykjavíkur mánudaginn 11. mars. Verkefnið Sögur og samfélög sem Borgarbyggð er í forsvari fyrir hlaut 800.000 króna styrk og er það einn af hæstu styrkjunum í ár. Þetta er í annað sinn sem úthlutað er úr sjóðnum, en hann var stofnaður í ársbyrjun 2001. Hlutverk Menningarborgarsjóðs er að stuðla að fjölbreytilegu menningarstarfi um allt land og að

Íþrótta- og æskulýðsmál

adminFréttir

Núna í vikunni var lögð fyrir unglinga í 8.-10. bekk í grunnskólum Borgarbyggðar könnun á virkni þeirra í íþróttum og frítímastarfi sem boðið er upp á í Borgarbyggð. Það var Sigurður Örn Sigurðsson nemi við Íþróttakennaraháskóla Íslands sem vann könnunina er hann var í starfskynningu hjá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

Árshátíð Grunnskólans í Borgarnesi

adminFréttir

Í ár er árshátíðarverkefni Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi söngleikurinn &quotGrease“ en hann var síðast settur á svið í Félagsmiðstöðinni Óðali fyrir átta árum. Oft hafa sýningar Nemendafélagsins verið athyglisverðar og mikið fyrir augað og er engin undantekning á því í ár. Um 40 unglingar taka þátt í sýningunni og fara þeir allir á kostum í söng, dansi, leik og hljóðfæraleik, að ógleymdum tæknimönnunum og öðrum sem vinna á bak við