LAUST STARF GANGAVARÐAR VIÐ GRUNNSKÓLANN Í BORGARNESI

adminFréttir

Gangavörð vantar að Grunnskólanum í Borgarnesi frá og með 11. febrúar 2002. Um er að ræða 100% starf við gangavörslu og ræstingar. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Starfsmannafélags Borgarbyggðar.Nánari upplýsingar veita:Kristján Gíslason skólastjóri (s. 437-1229 og 898-4569) og Guðmundur Jónsson húsvörður (s. 867-2386).ForstöðumaðurFræðslu- og menningarsviðs

ATVINNUMÁLAFUNDUR Í HÓTEL BORGARNESI

adminFréttir

Borgarbyggð heldur atvinnumálafund 25. janúar n.k. kl.12.00Ragnar Guðmundsson framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnunarsviðs hjá Norðuráli fjallar um stækkunaráform, áhrif á umhverfi, atvinnuþróun og samfélagAðgangseyrir er kr. 700,-Súpa, brauð og kaffi innifaliðBæjarstjóri

Búferlaflutningar árið 2001

adminFréttir

Hagstofan hefur gefið út tölur um búferlaflutninga á árinu 2001. Skv. tölum Hagstofunnar var mesta íbúafjölgun á Vesturlandi á árinu í Borgarbyggð þar sem fjölgaði um 44 íbúa. Íbúum á Vesturlandi fjölgaði alls um 89. Borgarbyggð stendur framarlega meðal sveitarfélaga í landinu í fjölgun íbúa á árinu 2001. Utan höfuðborgarsvæðisins var fjölgunin aðeins meiri á Selfossi, Akureyri og í Vatnsleysustrandarhreppi. Fjölgun íbúa í Borgarbyggð er að stærstum hluta rakin til

Söngkeppni í Óðali.

adminFréttir

Söngkeppni Óðals fór fram að viðstöddu fjölmenni þriðjudagskvöldið 15. janúar s.l.Sigurvegarar voru &quotStuðboltarnir“.

Ályktun bæjarstjórnar vegna uppsagna Norðlenska

adminFréttir

Á fundi bæjarstjórnar Borgarbyggðar þann 10. janúar 2002 var eftirfarandi tillaga lögð fram og samþykkt samhljóða:“Bæjarstjórn Borgarbyggðar lýsir yfir áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í atvinnumálum í sveitarfélaginu með uppsögnum Norðlenska á öllum starfsmönnum í slátrun og kjötvinnslu í Borgarnesi um s.l. áramót, auk þess sem óvíst er um áframhald sauðfjárslátrunar. Slík aðgerð setur lífsafkomu margra fjölskyldna í mikla óvissu, og er hún jafnframt óásættanleg fyrir framleiðendur

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDASKÓLINN

adminFréttir

Í næstu viku, dagana 14. til 18. janúar, hefjast að nýju námskeið á vegum Íþrótta- og tómstundaskólans. Þátttaka á námskeiðunum tveimur fyrir jól var mjög góð en 72% nemenda á yngsta stigi hafa sótt eitt eða fleiri námskeið og flestir ef ekki allir verið mjög ánægðir.