Umhverfisátak í Borgarnesi

adminFréttir

Bæjarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt tillögu bæjarráðs um umhverfisátak í Borgarnesi síðla sumars. Borgarnes státar af einu fallegasta bæjarstæði landsins og markmiðið með átakinu er að stuðla að enn fallegri ásýnd bæjarins. Með átakinu er einkum verið að höfða til fyrirtækja og stofnana í Borgarnesi um að þau gefi sér tíma til að fegra og bæta umhverfi sitt.

Starfsmaður óskast

adminFréttir

Um er að ræða gefandi og metnaðarfullt starf með börnum og unglinum í nánu samstarfi við Grunnskólana í sveitarfélaginu og stjórn Nemendafélags G.B. sem stjórnar innra starfi.

Fegurri sveitir

adminFréttir

Verkefnið “Fegurri sveitir” heldur áfram í sumar eins og lesendur hafa vonandi orðið varir við. Það er Landbúnaðarráðuneytið, ásamt fjölmörgum sveitarfélögum og félagasamtökum sem standa að verkefninu. Um er að ræða átaksverkefni um hreinsun á landi og fegrun mannvirkja með áherslu á sveitir landsins. Tilgangur þess er að koma í veg fyrir mengun og slysahættu, auk þess að bæta ásýnd dreifbýlisins. Í stjórn verkefnisins sitja fulltrúar frá Landbúnaðarráðuneytinu, Umhverfisráðuneytinu, Bændasamtökum