Grunnskólinn í Borgarnesi fær tölvur

adminFréttir

Nú er lokið fyrsta áfanga í heildarendurnýjun tölvukosts Grunnskólans í Borgarnesi. Gengið hefur verið frá kaupun á 24 tölvum af Dell gerð frá EJS ásamt prenturum og skjávarpa. 16 af þessum vélum eru í endurgerðu tölvuveri skólans og kemur það til með að breyta miklu fyrir skólann. Koma þessar vélar í stað 6 ára gamalla véla sem verða nú teknar til annarra nota. Einnig var tölvum fjölgað verulega á vinnusvæði

Næsti bæjarstjórnarfundur

adminFréttir

Ákveðið hefur verið að fresta næsta bæjarstjórnarfundi um viku frá því sem áður var gert ráð fyrir og verður hann fimmtudaginn 22. febrúar og hefst kl. 16,oo.

Styrkir til íþrótta-, tómstunda og æskulýðsmála

adminFréttir

Tómstundanefnd Borgarbyggðar auglýsir hér með eftir umsóknum vegna úthlutunar á peningalegum styrkjum til íþrótta– tómstunda– og æskulýðsstarfsemi fyrir árið 2001.Umsóknir þurfa að hafa borist til íþrótta– og æskulýðsfulltrúa Borgarbraut 11 fyrir þriðjudaginn 20. febrúar n.k. Um styrki geta sótt félög og aðilar í Borgarbyggð sem sinna íþrótta– tómstunda– og æskulýðsstarfi eða hafa með höndum aðra sambærilega starfsemi.