Bæjarstjóraspjall

adminFréttir

Stærsta verkefni Borgarbyggðar á næsta ári verður stækkun Grunnskólans í Borgarnesi. Þó er ljóst að einnig þarf að fara í umtalsverða gatnagerð í Borgarnesi í samræmi við kynntar deiliskipulagstillögur. Vísbendingar eru um að framundan geti verið töluverð uppbyggingarstarfsemi í Borgarbyggð sem bæjarfélagið undirbýr sig undir að geta mætt.

Íbúum fjölgar í Borgarbyggð

adminFréttir

Skv. bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands var íbúafjöldi í Borgarbyggð 2.468 þann 1. desember 2000. Hinn 1. desember 1999 voru íbúar Borgarbyggðar 2.421 og varð því fjölgun milli ára um 47 manns eða 1,9%. Fjölgunin er nokkuð yfir landsmeðaltali sem var 1,5% aukning.

Samið um tryggingar

adminFréttir

Borgarbyggð hefur skrifað undir samning við Sjóvá-Almennar tryggingar hf. um vátryggingaviðskipti á grundvelli útboðs. Samningurinn er til sex ára frá 1. janúar 2001 að telja.

Viðbygging við Grunnskólann í Borgarnesi

adminFréttir

Borgarbyggð hefur gengið frá samningi við verktakafyrirtækið Sólfell ehf um að reisa 660 fm byggingu við Grunnskólann í Borgarnesi. Verksamningurinn er gerður á grundvelli útboðs og nemur samningsfjárhæð 97,2 milljónum króna. Verktaki semur við undirverktaka um hluta af framkvæmdinni og er stærsti undirverktaki Loftorka í Borgarnesi sem tekur að sér að steypa einingar í húsið og reisa þær.

Bæjarstjórnarfundur

adminFréttir

Bæjarstjórn Borgarbyggðar heldur fund í fundarsalnum að Borgarbraut 11 fimmtudaginn 14. desember og hefst fundurinn kl. 16,oo.

Félagsleg þjónusta í sveitum Borgarbyggðar

adminFréttir

Steinunn Ingólfsdóttir hefur f.h. félagsþjónustu Borgarbyggðar staðið fyrir könnun á þjónustuþörf aldraðra í sveitum Borgarbyggðar. Alls var spurningarlisti sendur til 53 einstaklinga, af þeim svöruðu 26 eða 49%. Því miður verður það að teljast frekar dræm þátttaka og kannski erfitt að meta þörfina út frá því. Þó má kannski gera ráð fyrir að þeir sem svöruðu ekki eru þeir sem ekki hefðu hug á að nýta sér þjónustuna og sáu