Málefni fatlaðra

adminFréttir

Á fundi bæjarstjórnar Borgarbyggðar þann 14. september var eftirfarandi tillaga samþykkt. “Á grundvelli niðurstaðna vinnuhóps um málefni fatlaðra í Borgarbyggð samþykkir bæjarstjórn Borgarbyggðar að leitað verði eftir samningum við félagsmálaráðuneytið um yfirtöku sveitarfélagsins á málaflokknum. Bæjarstjóra er falið að óska eftir viðræðum við ráðuneytið um málið í samráði við bæjarráð”

Skipulagsbreyting í Íþróttamiðstöðinni

adminFréttir

Á fundi tómstundanefndar Borgarbyggðar 31. ágúst s.l. var lögð fram tillaga um skipulagsbreytingu í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Tillagan fól í sér að staða forstöðumanns yrði lögð niður og að vaktstjórar heyrðu undir íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Skipulagsbreytingin var samþykkt á aukafundi bæjarstjórnar 5. september s.l.

Tvöföldun á fjölda búsettra yfir sumarmánuðina

adminFréttir

Að beiðni bæjarstjóra Borgarbyggðar hefur Atvinnuráðgjöf Vesturlands unnið áfangaskýrslu um svokallaða “dulda búsetu” í Borgarfirði. Kveikjan að þessari vinnu var fundur um löggæslu- og heilsugæslumál með fulltrúum Borgarbyggðar, Borgarfjarðarsveitar, löggæsluaðila og heilsugæsluaðila í Borgarfirði í júlí s.l.

Dráttur á viðgerð á götum í Borgarnesi

adminFréttir

Eins og þeir sem hafa ekið um götur Borgarness í sumar hafa orðið varir við er nokkuð um skemmdir í götunum. Sérstaklega á það við Borgarbraut og Hrafnaklett. Vegagerðin sér um viðhald á Borgarbraut, sem er þjóðvegur í þéttbýli, en Borgarbyggð um viðhald á Hrafnakletti. S.l. vor var samið við verktaka um að taka að sér að leggja nýtt slitlag á báðar þessar götur en hann hefur ekki enn komið